Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 15

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 15
11 Þá var sú stefna íslendinga ítrekuð I ályktuninni að á Islandi skuli ekki staðsett kjarnavopn. Utanrikisráðherrar Islands hafa I gegnum tíðina margsinnis lýst því yfir að staðsetning slíkra vopna á Islandi væri oheimil án leyfis stjðrnvalda. 1 skýrslu minni til Alþingis frá 15. apríl 1986 komst ég m.a. svo að orði, um hugmyndina um kjarnavopnalaus svæði Allt frá Kolaskaga, meðfram landamærum Finnlands, um Eystrasaltsríkin, á Eystrasalti, jafnvel upp I landsteina Svlþjððar og suður meðfram "járntjaldinu" austanmegin hafa Sovétmenn myndað belti kjarnaflauga, sem miðað er m.a. á Norðurlönd. Auk kjarnavopna hafa Sovétmenn komið fyrir fjölmennum herjum og birgðum hefðbundinna vopna I nágrenni Norðurlanda. Á sviði hefðbundins vígbönaðar er um glfurlega yfirburði Sovét manna að ræða. Fælingarstefna Atlantshafsbanda- lagsins, sem m.a. byggist á kjarnavopnum, tryggir öryggi aðildarríkjanna, þ.á m. íslands, Noregs og Danmerkur, gegn þessum hernaðarmætti. Það hlýtur þvl að vera ein af forsendunum fyrir samkomulagi um kjarnavopnalaust svæði, að jafnvægi ríki á sviði hefðbundinna hergagna. I skýrslunni lagði ég áherslu á þann þátt I ályktun Alþingis, að I umræðu um kjarnavopnalaus Norðurlönd væri tekið tillit til stærra svæðis en Norðurlandanna, sem þegar væru kjrnavopnalaus. Þá áréttaði ég I skýrslunni, að rlki Atlantshafsbandalagsins starfa sem heild I öryggis- og varnarmálum og vettvangur umræðu um kjarnavopnalaus svæði I Norður-Evrðpu er öðru fremur innan varnarbandalagsins. Það er mikilvægt frá sjðnarholi Islenskra öryggishagsmuna, að við Islendingar stöndxam vörð um þessa grundvallarreglu I störfum Atlantshafsbandalagsins. (4) Alþjððasamstarf og svæðasamvinna Við Islendingar höfum um langan aldur tekið þátt I samstarfi og samvinnu norrænna þjðða. Samstarfið hefur farið fram á vettvangi Norðurlandaráðs síðan 1952 og hefur

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.