Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 13

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 13
9 öllu stofnskrá S.þj. og leysa ágreining þjðða x milli með friðsamlegum hætti. Varnarbandalagið hefur veitt öllum rikjum £ hinum vestræna heimi það öryggi sem er ein forsenda efnahagslegra og félagslegra framfara I þessum heimshluta. Rétt er að hafa hugfast að frjáls millirxkjaviðskipti og önnur samvinna vestrænna rlkja hafa átt sér stað innan ramma öflugra varna. Þau ríki í Vestur-Evropu sem standa utan NATO hafa því einnig notið goðs af varnarsamstarfinu. Ákvörðun Spánverja um aðild að NATO, meira en 30 árum eftir stofnun þess, er vitnisburður um aukinn skilning vestrænna þjðða á gildi samstöðunnar. Þegar £ upphafi aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu var ljost að sakir smæðar yrði ekki um beina þátttöku okkar að ræða I hernaðarlegu tilliti. Á grundvelli Atlantshafs- sáttmálans gerðu íslendingar og Bandarlkjamenn varnar- samning á ný hinn 5. ma£ 1951. Lið Bandarlkjamanna sem hingað kom 1941 hvarf af landinu 1946. Samkvæmt samningnum 1951 hafa Bandarlkjamenn lagt fram liðsafla og tæki til reksturs varnrstöðvarinnar. Framlag Islands hefur verið að leggja til aðstöðu I landinu, svonefnd varnarsvæði. (2) Hernaðarlegt mikilvægi Islands Island hefur lykilhlutverki að gegna hvað varðar tengsl aðildarrlkja Atlantshafsbandalagsins I Norður- Amerlku og I Vestur-Evrópu og eftirlit með samgönguleiðum á lofti, á legi og neðansjávar. Á undanförnum árum hafa miklar breytingar átt sér stað á hafinu umhverfis Island. Sovéski flotinn hefur á þessum t£ma breyst úr tiltölulega veikburða strandvarnaflota £ stærsta úthafsflota veraldar. öflugastur fjögurra flota Sovétrlkjanna er Norðurflotinn sem hefur bækistöð slna á Kolaskaga. Athafnasvæði hans eru hafsvæðin norður og austur af íslandi. Þessi mikli flotastyrkur er ekki aðeins ðgnun við samgönguleiðir Atlantshafsbandalagsins heldur og við öryggi íslands. Yfirráð á hafinu hafa alltaf varðað eyþjðð eins og okkur afar miklu. Það snertir siglingar eigin skipa, fiskveiðar okkar og alla aðdrætti til landsins. Aukin

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.