Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 7

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 7
3 tðk við embætti höfðu sjálfstæðismenn ekki farið með þennan málaflokk £ ríkisstjðrn s£ðan 1956. (2) Þjðnusta við útflytjendur Fáar þjððir eru eins háðar milliríkjaviðskiptum og Islendingar. Útflutningur nemur um helmingi þjððarfram- leiðslunnar og hið sama gildir raunar lika um innflutning sem hlutfall þjóðarframleiðslu. Það hefur þvi verið £ samræmi við viðskiptahagsmuni okkar að við höfum verið aðilar að og þátttakendur i margvislegu alþjóða- og fjölþjóðasamstarfi er miðar að þvi að rvðja hindrunxam úr vegi viðskipta milli ríkja heims. Því má við bæta að vart er hægt að imynda sér friðvænlegri leið til aukins skilnings þjðða í milli en mikil og náin samskipti og viðskipti af sem fjölbreyttustu tagi. Við ráðherraskiptin, sem urðu í utanríkisráðuneytinu I ársbyrjun 1986, lýsti ég nokkrum þeim verkefnum, sem ég hugðist beita mér fyrir í störfum mlnum í ráðuneytinu. Mun ég nú víkja að framgangi þeirra atriða: - Hinn 10. desember var opnuð sérstök skrifstofa við sendiráð íslands I Brussel, þar sem aðsetur fastafulltrúa okkar Islendinga hjá EB verður í framtíðinni. Þessari skrifstofu er ætlað það hlutverk að fylgjast grannt með málefnum EB og koma á framfæri íslenskum sjðnarmiðum, hvenær sem þörf er talin á slíku. Þetta er fyrsta skrefið I þá átt að mörkuð verði framtíðarstefna gagnvart hinu ört vaxandi samstarfi Evrópuþjðða, en þess má geta, að áætlanir eru uppi um að riki bandalagsins verði öll orðin að einu markaðssvæði á árinu 1992. - 1 samvinnu við Útflutningsráð Islands, sem hðf starf sitt siðastliðið haust, er nú verið að ganga frá ráðningu sérstakra markaðsfulltrúa, sem starfa munu £ íslenskum sendiráðum í Kaupmannahöfn og Brussel. Þessir fulltrúar munu koma til viðbðtar þeim tveimur markaðsfulltrúum, sem áður höfðu verið ráðnir til utanríkisráðuneytisins, en þeir eru I London og New York. Með stofnun Útflutningsráðs Islands eru sköpuð skilyrði til mun víðtækara samstarfs allra þeirra aðila, er sinna útflutningi, en áður hefur þekkst.

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.