Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 11

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 11
7 Fullgildingarskjöl voru afhent 31. október. Otboósgögn voru lögð fram 30. janöar og er miðað að því, að nýja fyrirkomulagið gildi frá 1. maí 1987. Meginatriði samningsins eru þau að skipafélögum beggja ríkjanna er tryggður jafn rettur til að keppa um flutninga. 1 samningnum felst undanþága frá bandarísku lögunum frá 1904. Undanþága þessi gerir umrædda samkeppni á jafnréttisgrundvelli mögulega svo og ráðstcfun flutninga til Islenskra skipafélaga. Með samningnum fylgir samkomulag, sem gerir ráð fyrir að lægstbjóðandi fái 65% flutninganna hverju sinni en næstbjóðandi, frá hinu landinu, fái 35%, ef um viðunandi tilboð er að ræða og aðili kýs að nýta sér þann rétt. Að öðrum kosti fær lægstbjððandi allan flutninginn. Endurskoðun ákvæða, er snerta framkvæmd samkeppnisreglna, fer fram árlega og má breyta þeim með samkomulagi aðildarríkjanna. Samningnum er unnt að segja upp með 12 mánaða fvrirvara. í þingræðu, skömmu eftir að samningurinn var undir- ritaður, komst ég þannig að orði: I.ausn siglingamálsins sýnir, að íslendingar geta leyst deilumál við einstakar samstarfsþjóðir slnar I Atlantshafsbandalaginu þannig, að báðar þjóðir geti vel við vinað. Sú varð t.d. raunin eftir lok land- helgisdeilnanna við Breta. Þetta getur tekið tíma og reynt á þolrifin, en það tekst. Nfi er ekkert þvl til fyrirstöðu, að varnarsamstarfið við Bandaríkin verði áfram treyst. Það er síðan enn til að ef3a samstarf Islendinga og Bandaríkjamanna, að tekist hafa samningar um kaup varnarliðsins á landbúnaðarafurðum. Þreifingar hafa staðið um þet.ta mál um nokkurt skeið og I lok janúar s.l. komu fulltrúar bandarlska sjðhersins hingað til lands til viðræðna við íslensk stjðrnvöld um kaup á Islenskum afurðum. Þeim viðræðum lauk með samkomulagi, sem undirritað var hinn 2. febröar. Samkvæmt því mun varnarliðið kaupa nokkurt magn af nautakjöti, kjuklingum, svlnakjöti og eggjum. Þetta samkomulag gildir I 12

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.