Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 4

Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 4
- 4 - Ég vaknaði einn vormorgun, við það, að kallað var á mig og mer sagt að flýta mér. Ég klæddi mig í snatri og leit ut um gluggann. Úti fyrir var solskin, logn og fjörðurinn, sem blasti við, glóði spegilsléttur í gullnum sólargeislum. Ég minntist þess nú, að ég ætlaði að leggjast á gren eins og aðrar góðar og mætar grenjaskyttur. En svo var mál með vexti, að frændi minn var grenja- skytta hreppsins, og naut ég þess. Við tókum nu að tygja okkur og bjuggum okk- ur vel að nesti og hlífðarfötum, þó að ó- líklegt virtist, að við þyrftum að nota þau og bárum byssu og sk.ot eins og vera bar. Lögðum við því næst á hestana og héldum af stað. Fréttir höfðu borizt um það hvar grenið væri að finna. Svo hag- aði til, að urðarani lá þarna meðfram rótum fjalls nokkurs, er nefnist Bani. Sú sögusögn er við það tengd, að þræll nokkur á landnámsöld hafi strokið og ver- ið hent fram af gnipu þar í nefndar skyni, en fjallið er þverhnípt mjög og af þessu atviku hafi íjallið dregið nafn sitt. í urðarrana þessum var grenið. Þegar við nálguðumst grenið, gaus á móti okk = ur megn fýla, svo að við héldumst varla við. Nöguð lambsbein, sundurtættir fugl- ar og fiður, lá eins og hráviður í hvos nokkurri. Eftir þessum kennimerkjum veittist okkur auðvelt að finna aðal- munna grenisins. Frændi minn byrjaði undireins að egna fyrir yrðlingana í boga. Við fórum að búa allt, sem bezt í haginn fyrir okkur, tína fram nestið, breiða flíkur undir okkur og hagræða veiðarfærunum. Við notuðum tvo stóra steina skammt frá munnanum, til að skýla okkur. En brátt vissi ég hvorki í þennan heim né annan, því að ég sofnaði og vaknaði ekki aftur fyrr en ég fann allt í einu stjakað við mér, en um leið gripið alióþyrmilega fyrir munn mér. Allur var varinn beztur, því að nú sásí lágfóta nálgast. grenið með fugl í kjafti

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.