Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 6

Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 6
6 - Þegar eg f6r eftir veginum, sá ég gaml- an karl„ sem sat á steini og gaf tveim hröfnum að éta ur hendi sinni, Ég gekk til karlsins, af því að mér þótti þetta skrítið fyrirbrigði og spurði; ”Af hver ju ertu að gefa hröfnunum að éta?" Og karlinn svar- aði; "Af því að þeir eru svangir. " Ég spurði, hvers vegna þeir væru svangir ? "Ai því að þeir eiga engan mat," svaraði karlinn. Ég hélt áfram að spyrja; "Af hverju eiga þeir engan mat?" Og karlinn svaraði; "Af því að þeir eru fátækir." "Af hverju eru þeir fátækir?" spurði ég enn. Karlinn leit á mig og varð hugsi, en sagði síðan með hálfálkuleg\xm svip ; "Ég veit það ekki. " Mér lá við að spyrja, hvers vegna hann vissi það ekki, en ég hætti við það. "Hrafnarnir eru vinir mínir, " sagði karlinn og vildi 6- mögulega yfirgefa þennan álkulega svip, sem hann hafði sett upp. Forvitni mín margfaldaðist við þennan merkilega vitnisburð, en karlinn hélt áfram; "Ég skal segja þér litla sögu, ungi mað- ur. Það var einu sinni stért fljot, sem átti upptök sín einhvers staðar langt í austri. Það rann gegnum landið, þar sem sagan gerist, og streymdi að ósi einhvers staðar í vestri, þar sem sólin var vön að setjast. öðrum megin við fljótið var lítið hús og hinum megin var líka lítið hús, í öðru húsinu bjó maður og í hinu húsinu bjó kona. Maðurinn elskaði konuna og konan elskaði mann- meira sem yrðiingurinn öskraði, því nær færðist tófan og þar með var tilganginum náð, og brátt var hún komin í prýðis- skotfæri, og þá reið skotið auðvitað af og tófan stökk svona álíka hátt upp í loftið og Gunnar frá Hlíðarenda, en sá var munurinn, að hún valt niður dauð, en það hefur Gunnar að líkindum ekki gert. Leystum við nú yrðlinginn og stungum hon- um niður í poka, og þá þagnaði hann. Mér varð nú fyrst að orði, hvort ekki væri hægt að fara eins með refinn, en hann sagði engar líkur til þess, að hann myndi "koma að" eftir slíka styggð. Nú var komið fram á miðja nótt, roðinn í vestri var að mestu horfinn, en nýr roði var að myndast í austri. Allt var svo dauðakyrrt, að mér fór að líða hálfilla og fór að hafa samvizku- bit af þessu öllu saman. Voru þessi dýr ekki að heygja lífsbaráttu eins og við? Hvernig líður þessum vesalingum á vet- urna, hve margir þeirra falla þá ekki úr hor og kulda ? En nú var sumar, og ég hrinti því slíkum hugsunum frá mér. Og því fórum við að hugsa til þess að ná hin- um yrðlingunum út, en þar sem þeir voru orðnir þetta stálpaðir, þá var það enginn hægðaleikur. Sáum við þá ekki annað ráð, en að svæla þá út. Þarna voru tveir munn- ar, og var kynt við annan þeirra í þurru laufi og spreki. Brátt fylltist allt af reyk inni í greninu. Mitt hlutverk var að grípa yrðlingana jafnóðum og þeir komu út:„ Ekki leið á löngu, áður en þeir fóru að tínast út einn og einn í einu, og var það því auðvelt verk að handsama þá og stinga þeim niður í poka, af því að þeir voru steinblindir af reykjarsvælunni. Þegar við lögðum af stað heim, höfðum við fimm yrðlinga í poka og eitt rófu- skott, en eins og menn vita, þá eru tófu- skott mjög verðmætir hlutir. Fyrir eitt slíkt er hægt að fá hvorki meira né minna, en hundrað og fimmtíu krónur og vorum við því glað’ir og reifir og gumuðum mikið af förinni, er heim kom. R.H.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.