Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 19

Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 19
- 19 - HANN FÆDDIST BLINDUR . Hinn blindi píanoleikari George Shearing á miklum vinsaeldum aö fagna hérlendis jafnt og annars staðar. Shearing er fæddur í London 13. águst 1919, er hann því 34 ára núna.- Hann lærði ungur á píano og fékk auð- vitað aðeins að leika klassík, en stalst þo snemma í jazzinn. Fyrst kom hann opin- berlega fram í hljómsveit blindra manna 16 ára gamal.1, og varð snemma íyrir á- hrifum ýmissa bandarískra jazzista. 1940 var Shearing kosinn bezti píanóleik- ari Bretlands Á næstu árum var Shearing frægastur fyrir nboogie woogie" leik sinn, en hætti brátt við þá tónlist, þar sem hann var hræddur um, að fólk kynni að halda, að hann gæti ekki leikið annað. 1947 sigldi Shearing til Bandaríkjanna. Áður en hann fór, hafði hann kynnzt be- bop stíl nokkuð, og er til Bandaríkjanna kom, tók hann be-bopið í sína þjónustu. Hefur honum siðan tekizt, með sínu óvið- jafnanlega hugmyndaflugi, að gera mörg lög ógleymanleg fyrir þá, sem einu sinni hafa heyrt þau. Þegar til New-York kom, byrjaði Shearing að spila í frægum næturklúbbum í 52. stræti, meðal annars í hinum vel þekkta "Three Deuces" klúbbi, þar sem hann á stuttum tíma vann hugi fjölda jazz- leikara og unnenda. Þeir, sem einna mest léku með honum um þetta leyti, voru Kenny Clark (trommur) og Oscar Petti- fond (bassi). í janúar 1949 stofnar hann svo eigin kvintet var hann skipaður ° Georg Shear- ing (píanó), Marjorie Hyams (vibraf.), Chuck Wayne (guitar), John Levy (bassi) og Denzil Best (trommur). Mánuði seinna lék kvintetinn inn á nokkrar plötur fyrir "Discovery". Nokkru seinna gerði Shearing samning við MGM. fyrirtækið. Fyrsta lag- ið, er hann lék inn á plötu fyrir það, var "September in the rain". Lagið náði geysi- vinsældum, og gerði nafn Shearings víð- frægt.. Kvintetinn var nú orðinn mjög eft- irsóttur. 1950 söng Billy Eskstine með Shearing, og var það til að auka vinsældír hans enn meir, var kvintetinn kosinn bezt- ur af litlu hljómsveitunum og Shearing bezti píanó leikarinn. Töluverðar breytingar hafa orðið á kvintetnum frá því fyrst, og er hann nú skipaður auk. Shearing ° Cal Tjader (vib. og bongo-trm. ), A1 McKibbon (bassi), Bill Clark (tromm. ) og síðast en ekki sízt munnhörpu og guitarleikaranum John "Toots" Thielemans, sem leikur mjög

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.