Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Blaðsíða 4

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Blaðsíða 4
2 STÚD ENTABLAÐ F u 11 v e 1 d i ð. Góðir íslendingar! Eins og yður öllum mun kunn- ugt, er dagurinn í dag haldínn hátíðlegur um land allt sem af- mælisdagur íullveldis þjóðar vorr- ar. Fjöldi manna, ef ekki flestir, telja, a. m. k. í daglegu tali, að 1. desember 1918 hafi ísland orð- ið fullvalda ríki. Og það kveður svo rammt að þessu, að í öllum í&Ienzkum almanökum er þess getið, ár eftir ár, við 1. desem- ber: »ísland varð (!) sjálfstætt ríki 1918«. Jafnvel í öllum eða nær öllum blöðum þjóðarinnar, sem minntust 1. desember í fyrra, 20 ára afmælis fullveldisviðurkenn- ingar Dana, kvað við sama tón. Svo undarlegt sem það þó kann sumum yður að virðast, er þetta þó alls ekki rétt. ísland varð ekki sjálfstætt ríki 1918 af þeirri ein- földu ástæðu, að ísland hefirávallt verið sjálfstætt ríki síðan land byggðist og íslendingar komu á fót hjá sér fastri stjórnskipun með stofnun alþingis 930. Hitt er ann- að mál, að 1. desember 1918 fengu íslendingar fyrst viðurkenn- ingu sambandsþjóðarinnar, Dana, á, að ísland væri sjálfstætt ríki og fullvalda. Þar sem Danir, þótt smáþjóð séu, eru yfir 30 sinnum mannfleiri en íslendingar og þjóð- arauður þeirra hlutfallslega miklu meiri, er auðsætt, hve mikilsvirði slík viðurkenning hefir þó verið, og því skiljanlegt, að 1. desember sé haldinn hátíðlegur til þess að minna á fullveldi þjóðarinnar og minnast viðurkenningarinnar á fullveldi hennar l.desember 1918. En hinu má samt eigi gleyma, að hinn sögulegi réttur til þess að vera sjálfstætt og fullvalda ríki var jafnan bitrasta vopn Jóns Sigurðs- sonar og samherja hans í frelsis- baráttu íslendinga gagnvart Dön- um, er til 1918 sátu yfir hlut ís- Iendinga, vopn, sem færði íslend- ingum sigurinn heim, og enn í dag getur meðvitund þjóðarinnar um þenna rétt orðið beittasti brandurinn til þess að höggva á þau bönd, sem enn binda á óeðli- legan hátt sjálfsákvörðun íslend- inga um mál sín, auk þess, sem þetta grundvallaratriði frelsisins varpar skýru ljósi yfir sambands- lögin sjálf og sýnir, að enn sitja Danir að nokkru yfir hlut íslend- inga, þótt þeir hafi viðurkennt rétt íslendinga — með vissum skil- yrðum — til þess að breyta þessu sambandi, sbr. sambandslögin. Það má nú telja víst, að miklar breytingar hljóti að verða á sam- bandi landanna, a. m. k. eftir 1943 í síðasta lagi. Er þó næsta ein- kennilegt, hve fátítt mönnum er um þau mál. Af sammálunum eru það eink- um utanríkismálin, sem íslending- ar þurfa sem fyrst að taka í sínar hendur, eða strax og heimilt er, eftir árslok 1943 a.m.k. Með hverju árinu, sem líður, kemur það æ betur og betur í Ijós, að oss ís- lendingum er eigi unnt við það að una, að Danir, svo velviljaðir sem þeir þó eru oss um margt, ráði slíkum málum fyrir oss, auk þess sem hagsmunir þjóðanna oft geta rekizt á, eða a. m.k., að önn- ur þjóðin hefir alveg sérstakra hagsmuna að gæta í ákveðnum málum, sem hina þjóðina skiptir litlu. Og ef eitthvert utanríkismál t. d. skipti Dani litlu, en íslend- inga miklu, væru íslendingar þá ekki líklegri til að fylgja málinu fram með meiri áhuga en Danir? Þetta ætti að vera svo auðsætt, að eigi þurfi að rökræða það nán- ar. En því betur, sem mál þetta verður rætt og íhugað, mun það mála sannast, að utanrikismálin eru það mál málanna, sem mest er um vert, að íslendingar taki alveg í sínar hendur. Sú þjóð get- ur og varla talizt alveg fullvalda, sem eigi sér sér sjálf farborða í utanríkismálum. Eftir árslok 1940 getur alþingí krafizt — og mun krefjast þess— að byrjað verði á endurskoðun sambandslaganna, og 1943 er sambandslagasamningurinn úr gildi ef alþingi samþykkir, og áskilið þjóðaratkvæði staðfestir. Það er því korninn tími til þess að fara að ræða málið við almenning og að alþýða manna geri sérmál- ið Ijóst. Siglufirði, 1. des. 1939. Guðm. Hannesson. Á fyrstu árum útvarpsins var útvarpstæki sett upp i Dunhaga, hið fyrsta þar í sveit. Kom þar margt fólk til þess að kynnast þessu merkilega fyrir- brigði. Gunnlaugi gamla fannst mikið til um þessa dásemd tækn- innar og hrópaði upp: »Mikið dé- skoti mega þeir vera naskir, að hitta svona akkúrat á Dunhaga«. —o— Steini gamli segir við smalann, sem er að koma frá kindum: »Ekki vænti eg að þú hafir borið þá kápóttu mína fyrir þig í dag«. —o— Steini gamli á Bakka var þar sem talað var um við- urgerning á bæjum og sagði: »Það er góður matur á Bakka og stendur vel með manni, en þetta er svo lítið, að það hripar undir- eins úr manni«.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.