Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Blaðsíða 3

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Blaðsíða 3
1 STÚDE SIGLU T ABLA J ARÐ A DESEMBER 1939. Ð R A V A R P. Stúdentafélag Siglufjarðar samþgkkti fyrir nokkru að gefa út blað, er skyldi koma út 1. desember. Þetta blað okkar siglfirzkra stúdenta, sem nú kemur i fyrsta sinn fyrir almennings sjónir, er huorki stórt né fyrirferðarmikið, en væntir þó þess að verða aðnjót- andi skilnings og velvildar almennings og þá sérstaklega Siglfirðinga. Þennan skilning og velvilja sýna menn bezt með því að kaupa blaðið og lesa. Við stúdentar höfum viljað með þessu sýna, að til væri þó einhver menningarbragur hér og að við létum ekki allt fara framhjá okkur, er alþjóð varðar og til menningar horfir, en eins og öllum Siglfirðingum er kunnugt, hefir því lengi verið haldið fram, að Siglufjörður vœri enginn menningarbœr og þar fram eftir götunum. Við stúdentar viljum nú með þessarí blaðaútgáfu okkar stuðla að því, að þetta óverðskuldaða alþjóðarálit hverfi, jafnframt því, sem við minnumst fullveldisins. Það er von okkar, sem að þessu stöndum, að Siglfirðingar taki þessari viðleitni okk- ar vel og styrki okkur i starfi því, sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og ritað er um hér á öðrum stað í blaðinu. Verði þessi viðleitni okkar vel tekið, er svo ráð fyrir gert, að haldið verði áfram blaðaútgáfunni með því að gefa út eitt blað 1. desember ár hvert. í ritnefnd Stúdentablaðs Siglufjarðar: Óteingr. Öinarsson. )3atclur (Áríbsson. ( Jón fjónsson.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.