Nýja skákblaðið - 01.04.1941, Page 18

Nýja skákblaðið - 01.04.1941, Page 18
Skákþing íslands Skákþing íslands 1941 var háð á Akureyri dagana 10.— 20. apríl. Þátttakendur á þing- inu urðu 23. í meistaraflokki 7, I. flokki 6, og , II. flokki 10. í meistaraflokki urðu úrslit þannig: Nr. 1—2 Baldur Möller og Sturla Pétursson með 5 vinninga hvor. 3. varð Júlíus Bogason með 4 v. 4. Unnsteinn Stefánsson með 3 v. 5. Jón Þor- steinsson með 2 v. 6.—7. Jó- hann Snorrason og Óli Valdi- marsson 1 v. hvor. Skákmeistari íslands fyrir árið 1940 var eins og öllum mun kunnugt Einar Þorvalds- son. Hafði hann tilkynnt þátt- töku sína í þinginu, en varð vegna alveg ófyrirsjáanlegra orsaka að draga sig til baka. Samkvæmt lögum Skáksam- bands íslands hefir Einar rétt til að skora á núverandi ís- landsmeistara, hvor sem það nú verður. Nánari fregnir af þing- inu birtast í næsta blaði. HEILDSÖLUBlRQfllR: ÁRNi JÓNSSO N , HAfNARST.5,REYKJAVIK. Preniun NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 16

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.