Heimdallur - 30.12.1949, Side 3
HEIMDALLUR
19
vegsmanna rjett komnar fram, en
frystihúsaeigendur höfðu þá enn ekki
lýst sínum hag. Eftir að hvorir
tveggja þessara aðila höfðu látið í
ljós óskir sínar, þá hafði það tekið
7 vikna samriingaumleitanir í fyrra,
þcgar Framsókn átti sæti í stjórn,
til þess aðeins að hægt væri að leggja
frarn tillögur á Alþingi. En eftir það
þurfti svo enn að semja við þessa
aðila í þrjár vikur og milljónaút-
gjöld úr ríkissjóði umfrani það, sem
Alþingi samþykkti, til þess að ut-
gerð hæfist. — Nú hins vegar þótt-
ist Framsókn undrandi að stjórnin
hafði ekki tilbúnar tillögur eftir 10
daga. Og þó er ástandið jafnvel mun
verra en var í fyrra.
Sjálfs hans sök
Ef svo Framsóknarflokknum finnst
komið ískyggilega seiiit fram á árið,
þá er við sjálfan hann að sakast, en
einmitt Framsókn átti frumkvæðið
að kosningum á þessum títna með
þeirn töfum, sem þær hafa í för með
sjer. Sjálfstæðisflokkurinn mun nú
reyna að bæta úr glappaskotum Fram
sóknar og gera sitt til þess að úr
vandamálunum rætist. Er þess þá að
vænta, að Framsóknarflokkurinn
hafi rnanndóm til að fylgja góðum
málum.
Nauðsynlcgt að brúa
100 millj. kr. bil
Þótt ckki sjc liðinn langur tíini síð-
an ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins
tók við, þá licfur stefna stjórnarinn-
ar skýrst mjög vel.
Fjármálaráðherra lýsti 6 höfuð-
stefnuatriðum í sambandi við af-
greiðslu fjárlaga og fjánnála al-
mennt. Aðalatriðið cr, að Sjálfstaðis
flokkurinn gerir það að ófrávíkjan-
legri kröfu sinni, að fjárlögin verði
afgreidd tekjuhallalaus.
Það cr rjett, að mönnum sje ljóst,
að til þess að svo megi vei'ða cg naoð-
synlegt er, þá þarf margvíslegar ráð-
stafanir.
Fjárlagafrumvarp það, scm nú
liggur fyrir Alþingi, gerir að vísu
ekki ráð fyrir greiðsluhalla, en held-
ur ekki tekjuafgangi. Og í því frum-
varpi er ckki gert ráð fyrir neinum
uppbætum á útfluttar afuiðir. En
þær uppbætur nema i ár 30—40
milljónum króna, og forsætisráðherr-
ann hefur upplýst. að á næsta ári
þurfi skv. framkomnum kröfum út-
vegsmanna og frystihúseigenda allt
að 100 milljónir króna. Flestum mun
ljóst, að erfitt muni reynast að brúa
þetta bil, þegar búið er að nota alla
mögulega skattastofna. Því iýsti for-
sætisráðherra því yfir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn mund’i ekki hika
við að vel athuguðu máli að koma
með róttækar tillögur til grundvall-
arbreytingar, svo að efnahagsstarf-
semin í landinu kæmist á öruggan
grundvöll, og atvinnuvegirnir bæru
sig styrkjalaust.
Gervimálefni
F'ramsóknar
Andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokks
ins hafa oft talað digurbarklega, að
þeir hver um sig viti hin einu sönnu
bjargráð. En hver eru þessi bjargráð
þeirra?
Framsóknarflokkurinn er með
sína skömmtunarseðla sem gjald-
eyris- og innflutningsleyfi. En auk
þess sem það gefur auga leið að það
er ekkert bjargráð, sem byggist á
áframhaldandi skömmtun nauðsynja,
þá mundi svartamarkaðsbrask og ó-
rjettlæti vaxa í skjóli slíks fyrir-
komulags. Ekki brúar þetta „bjarg-
ráð“ Framsóknar heldur 100 millj.
kr. bilið og ýtir fiskiflotanuni úr vör,
og þá, ekki frekar, stóríbúðarskatt-
urinn, sem getur konuð niður á
braggaíbúum, og íbúum verkamanna
bústaða, ekkjum og munaðarleysingj
um. Verðlagsdómstóll er þriðja úr-
ræði Framsóknar, en frv. þeirra um
það efni breytir í engu sem máli
skiptir fyrirkomulagi þessara mála
frá því sein nú er. Slík eru gervi-
mál Framsóknar. Raunhæf bjargráð
hefur Framsókn engin.
Prentum bara meira
af peningaseðlum
Kommúnistar hafa og sína tegund
af . ,bjargráðum“. Þeim blöskrar
ekki, þótt 100 millj. kr. vanti til þess
að útvegsmenn telji, að útvegurinn
beri sig. Þeirra ráð er: Prentum
bara meira af seðium. Hvaða máli
skiptir það kommúnista, að sífellt er
minna hægt að kaupa fyrir hvern
seðil og að það er staðreynd, sem
allur almenningur hefur rekið sig á,
að kaupgjaldið hækkar aldrei jafn-
mikið og kaupmátturinn þverr. Til
þess svo sem að bæta ofan á ókjör
fólksins leggja kommúnistar aðal-
áhersluna á, að íslendingar versli
eingöngu við þær þjóðir, sem bak
við járntjaldið búa, ef takast mætti
að draga íslendinga þar inn fyrir.
Þessar þjóðir greiða nú að vísu hátt
verð í krónutölu fyrir afurðir okkar,
en krefjast bara hlutfallslega mun
hærra verðs fyrir sínar afurðir á
móti. , •
Vilja halda styrkja-
pólitíkinni áfram
Við síðustu kosningar lýsti Al-
þýðuflokkurinn því yfir. að hann
vildi halda styrkjapólitíkinni áfram.
Peningana í styrkina átti- að fá með
auknum skattaálögum á þegna þjóð-
fjelagsins. Alþýðuflokkurinn taldi
það ekki neina kjaraskerðingu fyrir
almenning í landinu, þótt hann yrði
að borga hærri skatta. „Ekki bcr hest
urinn það, sem jeg bcr“, sagði mað-
urinn.
Atinnuvegirnir sjeu
reknir hallalaust og
styrkjalaust
Það hefur ávallt verið stefna
Sjálfstæðisflokksins, að atvinnu-
vegirnir sjcu rcknir halla- og stvrkja
laust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur