Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 4

Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 4
20 HEIMDALLUR Áreiðanleg skýrsla sjónarvotta um: Hvernig Mindszenty kardináli var yfirbugaður. SAGA KARDINÁLANS Eftir Stephen K. Swift GREIN þessi er útdráttur úr „The Gardinal’s Story“ eftir Stephen K. Swift. Stephen K. 'Swift var fæddur í Ungverjalandi og hefur 25 ára blaðamennskuferil að baki sjer. í hópi blaðamanna er hann álitinn sjerfræðingur í málum Mið- Evrópu. í júnímánuði 1947, þegar hann var frjettaritari hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir ýmis blöð, gerðist hann persónulegur ráðgjafi Ferene Nagy, fyrrverandi försætis- ráðherra Ungverjalands. Hann þýddi' og bók Nagys: „Baráttan bak við járntjaldið“, sem út kom í Bandaríkj- unum í fyrra. Nýlega gerði Stephen K. Swift sjer sjer- staka ferð um Evrópu til að safna gögnum í „Sögu Kardinálans“. ávallt bent á það, að atvinnuvegirn- ir væru undirstaða alls og ekki mætti spenna bogann meir en svo, að þeir þyldu. Sjálfstæðisflokkurinn mun því nú með þeirri aðstöðu og þeirri ábyrgð sem flokkur sá hefur, er stend ur að rikisstjórn, leggja fram tillög- ur, sem miða að því, að atvinnu- vegL'nir þurfi ekki opinbera styrki og að felld verði niður sem fyrst þau höft og hömlur, sem sífellt hafa aukist á undanförnum árum og ára- tugum og staðið hafa i vegi heil- brigðum framföium. Ungir Sjálfstæðismenn munu hafa gott tækifæri til að móta þessar til- lögur til úrlausnar vandamálunum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur eins og Sjálfstæðisflokkurinn treyst unga fólkinu og skipað unga menn í ábyrgðarstöður fyrir flokkinn. Auk þessa og sem afleiðing þessa eru ýms ir mætustu forustumenn flokksins gamlir baráttumenn í samtökum ungra Sjálfstæðismanna. En ungir Sjálfstæðismenn hafa ekki aðeins og munu ekki eingöngu móta stefnu Sjálfstæðisflokksins held ur og bera hana fram til sigurs. Ríkis stjórn Sjálfstæðisflokksins nú er minnihlutastjórn og getur ekki kom- ið málum sínum fram með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokksins eins, eins og sakir standa. Sjálfstæðismönnum er því nauðsyn að tryggja sjer meiri- hluta á Alþingi við næstu kosningar, hvenær sem þær verða. Mikil og hörð barátta er framundan. Heimdallur blæs því í lúður sinn og heitir á liðsmenn að duga nú bet- ur en nokkru sinni áður og er þá sigurinn vís og skammt un lan. Takið öflugan þátt í starfsemi Heimdallar. — Tryggið Sjálfstæð- isflokknum glæsilegan sigur í bæj- arstjórnarkosningunum. HINN 3. febrúar síðastliðinn hófust í Buda-Pest rjettarhöld, sem vöktu alheims athygli. Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi, Josef Mindszenty kardináli, var ákærður fyrir föðurlandssvik, njósnir og sam- særi um að steypa stjórn landsins af stóli. Nýtt og hræðilegt afl. Rjettarhöld þessi stóðu yfir aðeins þrjá daga, og niðurstaða þeirra kom engum á óvart, sem kunnugur er hinu kommúnistiska rjettarfari, því að kardinálinn var sekur fundinn og dæmdur til ævilangrar fangelsisvist- ar. En menn, sem viðstaddir voru rjettarhöldin og þekkt höfðu kardin- álanri, voru skelfingu lostnir vegna útlits hans og hegðunar í rjettarsaln- um. Þessi maður, sem verið hafði skip- andi í framkomu, frægur fyrir hug- rekki s-itt og bersögli og verið einn ósveigjanlegasti andstæðingur ríkisstjórnarinnar, virtist nú aumk- unarverður og vesæll. — Hann var stuttstígur þg dróst áfram með erf- iðismunum.-Hann leit varla upp og rödd hans, sem einu sinni hafði verið áköf og full eldmóðs, var nú hikandi og ógreinileg. Menn gátu varla þekkt hann fyrir sama mann. Mismunurinn á persónuleika kard- inálans fyrir handtökuna og fram- komu hans í rjettarhöldunum er skýrt dæmi um nýtt og hræðilegt afl í heiminum, afl miskunnarlausra manna, sem með aðstoð nútíma vís- inda tekst að brjóta sálarþrek manna gjörsamlega á bak aftur. Sagan um það, hvernig hin leynd- ardómsfulla umbreyting Mindszenty kardinála var skipulögð og fram-

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.