Heimdallur - 30.12.1949, Blaðsíða 5
HEIMDALLUR
kvæmd, er hjer sögð í fyrsta sinn,
og er hún byggð á frásögnum sjónar-
votta.
„Útrýmingarnefndm“ skipuð.
Snemma á árinu 1948 fjekk Mat-
hias Rákosi ,,aðal-umboðsmaður“
Moskvu í Ungverjalandi skipun frá
Kreml um að „gera upp reikningana"
við Mindszenty hið snarasta. Rákosi
skipaði nefnd manna, sem leggja
skyldi á ráðin um „uppgjörið“ og at-
huga hvaða leiðir bæri að fara. í
nefnd þessari voru eftirtaldir menn:
Ernezt Gerö, samgöngumálaráð-
herra (síðar fjármálaráðh.), Michael
Farkas hermálaráðherra, Julius Ortu
tay menntamálaráðherra, Josef Révai
helsti hugmyndafræðingur kommun-
istanna ungversku og Ivan Boldiszár
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu.
Nefnd þessi reyndi nú með áróðri
að vekja andúð á kardinálanum, en
án árangurs, og ungverska leynilög-
reglan hindraði með valdi að prest-
ar landsins læsu boðskap Minds-
zenty’s fyrir sóknarbörnum sínum,
en Mindszenty ljet ekki bugast. Þeg-
ar þessi ráð brugðust, reyndi „útrým-
ingarnefndin" með brögðum að fá
kardinálann til að flýja land, en síð-
an átti að handtaka hann við landa-
mærin og ákæra hann fyrir tilraun
til að flýja land. En einnig þetta
brást. Kardinálinn var ófáanlegur til
að yfirgefa landið.
Nýir liðsmenn.
A fundi nefndarinnar í nóvember
1948 bættist henni nýr liðsmaður,
Pavel Kotlev ofursti. Kotlev þessi var
meðlimur í hinni illræmdu rússnesku
leynilögreglu MVD. Á þessum fundi
ákváðu nefndarmenn að búa til ákær
ur á hendur Mindszenty og setja á
svið rjettarhöld. Ákveðið var, að
kardinálinn skyldi ákærður um
fjórtán glæpi, og Révai valdi sjer
sem ráðgjafa mann að nafni William
Olty, fyrrverandi nasista, sem gerst
hafði ákafur kommúnisti. Olty þessi,
Fyrir handtcikuna.
sem var helsti ráðgjafinn við tilbún-
ing ákæranna, var einnig dómsforseti
í rjettarhöldunum, svo að menn geta
gert sjer í hugarlund, hversu mikið
rjettlætið hefur verið.
Kotlev brá sjer nú til Moskvu og
kom aftúr til Buda-Pest skömmu
fyrir jól, og hafði hann þá með pró-
fessor nokkurn að nafni Gerson
ásamt nokkrum liðsmönnum úr MVD.
Nú var allt tilbúið.
Handtakan fer fram.
Sunnudag'inn 26. desember var
erkibiskupinn handtekinn á heimili
sínu í Esztergöm. Hann veitti ekki
viðnám, og var hdnn þegar í stað
fluttur til hinna illræmdu aðalbæki-
stöðva ungvérsku leynilögreglunnar
í Bnda-Pest „Andrássy ut 60“ og
settur í klefa, sem ætlaður var meiri-
háttar föngum.
Daginn eftir kom læknir til kardin-
álans og skoðaði hann vandlega, tók
sýnishorn af blóði hans o. s. frv.
Mindszenty virtist rólegur. Hann
borðaði talsvert, en svaf lítið og eyddi
miklum tíma til bænahalds.
Á þriðjudagsmorgun komu tveir
foringjar úr leynilögreglunni ásamt
hraðritara inn í klefa kardinálans.
Þeir voru hinir kurteisustu og lögðu
eftirfarandi spurningar fyrir kardin-
álann: „Þekbið þjer Paul Eszterházy
21
í rjettarhöldunum.
greifa?“ „Hefur Eszterházy gefið
kirkjunni stórar fjárhæðir? Vitið bjer
hvar hin heilaga kóróna Ungverja-
lands er niðurkomin? Þekkið þjer
belgiska kardinálann Van Roey?
Þekkið þjer Spellman kardinála?
Dvöldust þjer hjá honum i New
York? Þekkið þjer þá Schoenfeld og
Chapin í sendiráði Bandaríkjanna?
Hefur einkaritari yðar faðir Andi'ew
Zakár verið trúnaðarmaður yðar og
vitað um allar gjörðir yðar?“ Þessum
spurningum svaraði kardinálinn öll-
um játandi.
„Játning Mindszenty’s“
tilkynnt fyrirfram.
Lögregluforingjarnir ljetu nú
sækja ritföng og pappír og báðu
Mindszenty að skrifa stutt yfirlit yíir
helstu atburði í lífi hans, og skyldi
hann leggja sjerstaka áherslu á tíma-
bilið frá október 1945, er hann varð
erkibiskup, til þessa dags. Þeir Ijetu
þess að lokum getið, að skýrsla þessi
yrði mjög mikilvæg og fóru við svo
búið.
Klukkutíma síðar gaf Ivan Boldiz-
sár, talsmaður ríkisstjórnarinnar út
opinbera tilkynningu svohljóðandi:
„Mindszenty hefur játað vegna sann-
ana, sem færðar hafa verið fram gegn
honum. Hann er ákærður fyrir svik-
samlegar aðgerðir gagnvart lýðræði