Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Page 9
1
F 0 R M A L I
Fyrsta árbók Reykjavíkur kom út arið 1941 og bar hún nafnið "Arbók Reykja-
víkurbæjar 1940". Höfundur og aðalfrumkvöðull þessarar útgáfustarfsemi var
dr. Björn Björnsson, þáverandi hagfræðingur bæjarins. Bók þessi var all-
mikil að vöxtum og hún hafði að geyma margvíslegar tölfræðilegar upplýsingar
um þróun málefna bæjarins, stundum langt aftur í tímann eða eins og heimildir
leyfðu. "Glöggar og ítarlegar hagfræðilegar heimildir eru eitt af frumskil-
yrðum fyrir því, að hægt sé að stjórna hinum opinberu málum, svo að vel
fari", segir dr. Björn í formála þeim, sem hann ritaði fyrir fyrstu bókinni.
Síðan komu út tvær árbækur á vegum dr. Björns, árbók 1945 og árbók 1950
- 1951. Allar þessar bækur geyma mjög fróðlegar upplýsingar um málefni
Reykjavíkur frá þessum tíma. Þegar dr. Björn féll frá í ársbyrjun 1956 var
hann langt kominn með fjórðu árbókina, en sú bók kom aldrei út. Enginn varð
til að halda hinu merka brautryðjandastarfi áfram.
Arið 1964 hóf Hagfræðideild borgarinnar að gefa út framkvæmda- og fjáröflunar-
áætlun fyrir ár það, sem í hönd fór, svo og næstu ár. Hefur slík áætlun
verið gefin út árlega um hver áramót í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar. Arið 1968 jókst þessi útgáfa mjög að vöxtum, en þá voru jafnframt
birtar ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um borgarmál.
Nú er fyrirhugað að breyta til um þessa útgáfu. Framkvæmda- og fjáröflunar-
áætlunin, sem út er gefin um áramót, mun einungis birta þær upplýsingar, sem
taldar eru nauðsynlegar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Hins vegar verður
jafnframt gefin út árbók nálægt miðju ári með fjölþættum tölfræðilegum upplýs-
ingum um málefni Reykjavíkurborgar. Er þetta fyrsta bók þeirrar tegundar.
Bókin er samin af Hagfræðideild borgarinnar, og kann ég borgarhagfræðingi og
starfsliði hans beztu þakkir fyrir það starf, sem að baki þessu verki liggur.
Þess er að vænta, að árbókin verði til gagns fyrir borgarfulltrúa, starfsmenn
borgarinnar og aðra þá, sem áhuga hafa á málefnum Reykjavíkur.