Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Side 10
2
INNGANGUR
Eitt helzta einkenni þessarar aldar er hið mikla starf, sem hvarvetna er
unnið við söfnun og skráningu gagna til úrvinnslu og birtingar. Langt er
síðan menn tóku að velta fyrir sér nytsemi slíkrar iðju og enn sýnist sitt
hverjum um það, hversu langt skuli gengið í öflun upplýsinga. Fólki er
yfirleitt ljóst, að ekki er með öðrum hætti unnt að fallast á eða falla
frá hugmyndum og skoðunum á tilteknu ástandi, en ágreiningur er um það,
hve mikilla upplýsinga er þörf áður en afstaða er tekin til málsins.
Þessari bók hefur ekki verið endanlega sniðinn stakkur. Hún ber þess víða
merki, að efni hennar er sundurlaust, en vonir standa til þess, að hún
taki á sig betri mynd á næstu árum og veiti fyllri upplýsingar. Einn
helzti ókostur þessarar bókar, frá hagnýtu sjónarmiði, á rætur að rekja
til þess, hvernig byggð á höfuðborgarsvæði, þ.e.a.s. Reykjavík og nágrenni,
skiptist í sveitarfélög, sem skipa misjafnan sess í opinberum heimildum.
Kjarni atvinnulífsins á höfuðborgarsvæði er í Reykjavík, en auk Reykvíkinga
sækir þangað atvinnu sína allur þorri fólks úr grannbyggðarlögunum, utan
Hafnarfjarðar. Full ástæða virðist til þess að endurskoða þá skiptingu,
sem nú er stuðzt við í Hagtíðindum og öðrum opinberum heimildum, með það
fyrir augum að gera sameiginlega skil því fólki, sem býr við slíka aðstöðu
innan sama svæðis, hvort heldur litið er til atvinnutækifæra, skóla- og
heilbrigðisþjónustu, félagslífs eða húsnæðismála, svo nokkuð sé nefnt.
Raunar þyrfti í þessu tilliti að miða ýmsar tölfræðilegar upplýsingar við
Reykjanessvæði í heild, með öðrum orðum Reykjavík og Reykjaneskjördæmi.
A Reykjanessvæði er samstæðari íbúaheild en í nokkrum öðrum landshluta.
Samgöngur eru hvergi tryggari hérlendis og bílferð milli fjarlægustu þétt-
býlisstaða innan svæðis tekur sjaldnast meira en klukkustund, en víða
erlendis þykir það ekki umtalsvert, þótt fólk verji daglega allt að þrem-
ur klukkustundum í ferðir til og frá vinnustað. Innan Reykjanessvæðis
eru allar helztu samgöngumiðstöðvar landsins og þar er úrval iðnaðar og
þjónustu í landinu. Sveitarstjórnum innan svæðis er ljóst x hve ríkum
mæli þær eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta og hafa tekið upp náið samstarf
á ýmsum sviðum. A næstu árum verður því lagt kapp á samræmingu gagna og
upplýsinga, er snerta svæðið í heild.