Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Page 10

Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Page 10
2 INNGANGUR Eitt helzta einkenni þessarar aldar er hið mikla starf, sem hvarvetna er unnið við söfnun og skráningu gagna til úrvinnslu og birtingar. Langt er síðan menn tóku að velta fyrir sér nytsemi slíkrar iðju og enn sýnist sitt hverjum um það, hversu langt skuli gengið í öflun upplýsinga. Fólki er yfirleitt ljóst, að ekki er með öðrum hætti unnt að fallast á eða falla frá hugmyndum og skoðunum á tilteknu ástandi, en ágreiningur er um það, hve mikilla upplýsinga er þörf áður en afstaða er tekin til málsins. Þessari bók hefur ekki verið endanlega sniðinn stakkur. Hún ber þess víða merki, að efni hennar er sundurlaust, en vonir standa til þess, að hún taki á sig betri mynd á næstu árum og veiti fyllri upplýsingar. Einn helzti ókostur þessarar bókar, frá hagnýtu sjónarmiði, á rætur að rekja til þess, hvernig byggð á höfuðborgarsvæði, þ.e.a.s. Reykjavík og nágrenni, skiptist í sveitarfélög, sem skipa misjafnan sess í opinberum heimildum. Kjarni atvinnulífsins á höfuðborgarsvæði er í Reykjavík, en auk Reykvíkinga sækir þangað atvinnu sína allur þorri fólks úr grannbyggðarlögunum, utan Hafnarfjarðar. Full ástæða virðist til þess að endurskoða þá skiptingu, sem nú er stuðzt við í Hagtíðindum og öðrum opinberum heimildum, með það fyrir augum að gera sameiginlega skil því fólki, sem býr við slíka aðstöðu innan sama svæðis, hvort heldur litið er til atvinnutækifæra, skóla- og heilbrigðisþjónustu, félagslífs eða húsnæðismála, svo nokkuð sé nefnt. Raunar þyrfti í þessu tilliti að miða ýmsar tölfræðilegar upplýsingar við Reykjanessvæði í heild, með öðrum orðum Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. A Reykjanessvæði er samstæðari íbúaheild en í nokkrum öðrum landshluta. Samgöngur eru hvergi tryggari hérlendis og bílferð milli fjarlægustu þétt- býlisstaða innan svæðis tekur sjaldnast meira en klukkustund, en víða erlendis þykir það ekki umtalsvert, þótt fólk verji daglega allt að þrem- ur klukkustundum í ferðir til og frá vinnustað. Innan Reykjanessvæðis eru allar helztu samgöngumiðstöðvar landsins og þar er úrval iðnaðar og þjónustu í landinu. Sveitarstjórnum innan svæðis er ljóst x hve ríkum mæli þær eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta og hafa tekið upp náið samstarf á ýmsum sviðum. A næstu árum verður því lagt kapp á samræmingu gagna og upplýsinga, er snerta svæðið í heild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Árbók Reykjavíkurborgar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Reykjavíkurborgar
https://timarit.is/publication/1810

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.