Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Qupperneq 98
(og samsvarandi viku- og tímakaup) Álag: Helmingur ^eirrar verðlags-
uppbótar í krónutölu, sem
greidd er á I.
IV. Mánaðarlaun hærri en kr. 17.000.oo
(og samsvarandi viku- og tímakaup) Alag: Engin verðlagsuppbót - ekki
heldur á laun að vissu marki.
í Hagtíðindum bls. 50, 1968 segir svo ennfremur:
A eftirvinnu greiðist verðlagsuppbót með sömu krónutölu og greidd er á dag-
vinnutaxta, og sama gildir um nætur- og helgidagsvinnu, en þó ekki fyrr en
frá 1. júní 1968.
Þegar unnið er eftir uppmælingu eða bónuskerfi, skal greidd verðlagsuppbót,
sem er að krónutölu hin sama á unna (skráða) vinnustund og greidd er á dag-
vinnutaxta samkvæmt ofangreindu. Hliðstæð regla gildir um verðlagsuppbót á
vaktavinnu.
Frá gildistöku hins nýja kjarasamnings (19. marz 1968) og til maíloka 1968
skal greiða 3% verðlagsuppbót á laun með þeirri takmörkun, sem að ofan getur.
Eftir það ákvarðast verðlagsuppbót á laun sem hér segir: Hinn 1. maí, 1.
ágúst og 1. nóvember 1968. 1. febrúar 1969, og framvegis á þessum tímum
reiknar Kauplagsnefnd þá hundraðshlutahækkun, sem orðið hefur á framfærslu-
kostnaði síðan 1. nóvember 1967. Frá þeirri hækkun eins og hún er hverju
sinni dragast 2.34 prósentustig, og auk þess stigatala þeirrar hækkunar fram-
færslukostnaðar, sem stafar af verðhækkun á búvöru - þeirrar, er leiðir af
hækkun á kaupi bóndans og verkafólks hans í verðlagsgrundvelli vegna þessa
samnings. Fæst þá hundraðshluti þeirrar verðlagsuppbótar, er greidd skal á
laun, sem eigi eru hærri en tilskilið er, á næsta 3ja mánaða tímabili, frá
1. degi næsta mánaðar á eftir. Skal verðlagsuppbótin reiknuð með tveimur
aukastöfum. Frá þessari reglu er sú undantekning, að verðlagsuppbót sem
svararl/3 hækkunar framfærslukostnaðar frá 1. febrúar til 1. maí 1968 skal
ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. desember 1968.
1 sambandi við umrædda 2.34% skerðingu verðlagsuppbótar skal það tekið
fram, að hækkun framfærslukostnaðar frá 1. nóvember 1967 til 1. febrúar 1968
var 5.34% samkvæmt hinum nýja vísitölugrundvelli, og varð samkomulag um, að
2.34 prósentustig af þessari hækkun skyldu ekki bætt launþegum. Skyldi því
greidd 3% verðlagsuppbót til maíloka 1968.