Alþýðublaðið - 22.01.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1920, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Einfalt o g tvöfalt gler fæst í verzlun Hjálmars Porsteinssonar. Sími 840. SkólavörSustíg 4. Preritriemar geta komist að í Gutenbergsprentsmiðju nú þegar. ^^^^^^■BBMmiIBBBœMB§■■■■BXnmDEIBBHDEBa«■!■<***-' Verkamaaaafél.Dagsbrún heldur fund i G.T.-húsinu, iaugardaginn 24. þ. m- kl. 7^2 síðd. Mörg mál á dagskrá. Fjölmennið félagar. Félagsstjórnin. Koli konnngDr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Hallur hafði horft á árekstur, sem varð rnilii hans og nokkurra manna sem höfðu þann starfa að flytja stoðir og refti: Stórt ssgar- blað með tveimur handföngum lá á jörðinni; Stone þreif það og tók að sveifla þvf eins og sverði framan við andlitið á lágum bæ- heimsmanni. „Komdu þessum viði é vagninn, Ungverji. eða eg skal margdrepa þigl“ En þegar stutti maðurinn vék undan, fyigdi hann eftir, þangað til fórnarlambið stóð afkróað við steinvegg, en sögin sveiflaðist fram og aftur rétt við nefið á honum: „Eg skal stein- drepa þig, Ungverjil Búta þig niðurl" Þegar verkstjórinn loksins slepti honum, hljóp hann í dauð- ans ofboði og lét stoðirnar á vagninn. En einkennilegast var það, að við slík tækifæri virtist Stone vera í sérlega góðu skapi. Það koni varla fyrir, að alvara yrði úr hótunum hans, og vanalega skellihló hann, þegar hann hafði ausið fúkyrðunum úr sér, það gerði fórnarlambið líka — en hræðslusvipurinn beryttist þó alls ekki Þegar Stone, eftir þessa rimmu sá, að Haliur hafði verið viðstaddur, sagði hann: „Svona á að fara með þá, bleyðurnarl" Hallur tók þetta sem skýrskotun til ameríska blóðsins í æðum sér,, en var þó ekki hrifinu af. Uin kvöldið heimsótti hann verkstjóra sinn, sern stóð í dyr- unum á húsi sfnu, með annan fótinn á þröskuld'num. „Hr. Stone", sagði hann, „mig langar til þess, að tala við yður nokkur orð.“ „Út með það, drengur minn", sagði hinn. „Viliið þér ekki drekka roeð mér eitt staup í gildaskálanum?" „Einmitt það, þú vilt hafa eitt- hvað gott af mérl Það dugar ekki við migl“ En engu að síður færði hann fótinn út fyrir þröskuldinn, sló öskuna úr p'pu sinni og labb- aði svo upp götuna með Halli. „Herra Stone", sagði Hallur, mér þætti vænt um að gera eitt- hvað annað." „H vað er nú? Ertu ösnunum reiður?" »Nei, en eg hefi augastað á betri stöðu. Vagnhleðslumaður Mike Sikarias getur ekki hlaðið vagna, og mér þætti vænt um að fá þá stöðu, ef yður væri það ekki á móti skspi “ „H vað segirðu? Þetta er svert- ingjapláss, maður. Óttast þú ekki að taka stöðu svertingja?" „Því þá það?“ „Ertu ekki hjátrúarfullur?" »Það eru laun svertingjans, sem eg vil ná í,c sagði Hallur. „Nú," sagði verkstjórinn þurlega. „Vertu kyr hjá ösnunum þínum. Eg hefi fengið góðan asnahirði, og kæri mig ekkert um, að hann sé drepinn fyrir mér. Þú verður kyr, þar sem þú ert, þá skal eg láta þig hækka í tigninni smátt og smatt. Hvað ætli þú sækir þangað? Þú færð bara stein í hausinn, og hvað gagna launin hans surts þa?“ Um daginn og Teginn. Gylfl heflr 'nýskeð selt afla sinn í Euglandi fyrir 3700 pd. sterling. Verkakvennafél. Framsókn heldur fund í kvöld á venjulegum stað og tíma. Ijisetafélagar! Öllum tillögum til fólagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn. fítlenðar jrétfir. Sprengingin í Belgrad Iygí. Fyrir nokkru barst hingað sím* skeyti þess efnis, að stór spreng* ing hefði farið fram f Belgrad, höfuðborg Serba, og að þar hefðti látist Alexander prins og 25 menn aðrir, en 50 hefðu særst. Nú má sjá af blöðum er hingað hafa bor- ist, að fregnin er lygi frá upphafí tii enda. Móðir Trotskij’s handtekin. „Politiken" segir eftir fregn fr^ Novorossisk að móðir Trotskij's hafi verið handtekin í Bstum (borg í Georgíu f Kákasus, að austafl' verðu við Svartahaf), en að þaflg' að hafi hún farið í mikilsverð' um erindum fyrir son sinn. Hó° kvað vera í mikilsmetinni stö3u í einu ráðaneytinu í Moskva. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.