Röst - 01.02.1944, Qupperneq 12
12
R Ö S T
Ágúst Pétursson, idnnemi: BARNAÞÁTTURINN:
Og draumurinn rættist.
pað var sumarið 1927, sem atburður þessi
gerðist. þá var ég 6 ára 'gamall og átti heima
á Höfnun hjá foreldrum mínum og systkin-
u:m, sem eru fimm. Húsið stóð nokkra faðma
frá sjávarbakkanum. Fjörðurinn, sem Hafnir’
standa við, heitir Finnafjörður. Gunnólfsvík'
og Gunnólfsvíkurfjall eru beint á móti Höfn
um, hinu megin fjarðarins. Mikið var í þá
daga um skip á Finnafirði.
Svo bar það við sunnudag einn um mitt
sumar, að pabbi og rhamma fóru að heiman
ásamt þremur systkinum mínum. Við vorum
þrjú eftir heima, Ella systir mín, sem þá vai
16 ára gömul, Björn bróðir 11 ára, og ég 6
ára. Veðrið var mjög gott, og voruin við
Björn úti á túnipg áttum að fást eitthvað við
hey, sem verið var að þurrka. Við vorum
frekar lausir við vinnuna og vorum sammála
um það, að við værum beittir órétti ineð þvi
að láta okkur vinna á sunnudegi.
Eitt sinn er við dokuðum við, varð okkur
iitið út á fjörðinn og sáum hvar kom skip,
sem virtist stefna inn á Gunnólfsvík. Skipin
fóru undantekningarlaust alltaf þangað, sök-
um þess að þar var löggilt höfn og miklu
betri en heima. Okkur þótti miður, að þessu
skyldi eþki jafnar skipt, svo að við ákváðum
að reyna að Iokka þetta skip inn á Hafnir,
með því að flagga og veifa. Við fenguin strax
mikinr, áhuga fyrir hugmvndinni og náðuin
okkur í tóman hveitipoka, sem \ið sprettum
sundur og notuðum sem fána. Við klifum
síðar upp á háa heyhlöðu, til þess að sem
mest bæri á fiagginu.
Langan tíma sáust þess engin merki, að við
ætluðum aö hafa okkar fram. En að lokurn
breytti skipið urn stefnu okkur til mikillar
undrunar, og stefndi nú beint á Hafnir. Nú
var tilætluðum árangri náð. En þá kom dálítið
á daginn sem við höfðum ekki gert ráð fyr-
ir. Við sáum að ef skipsmenn kæmui í land,
yrðum við að hafa gilda og góða ástæðu
fyrir verknaði okkar. Hvernig sem við brut-
um heilann um þetta, gátum við enga fram-
bærilega ástæðu fundið fyrír atferli okkar.
Svo sáum við það, að væru þetta útlendingar,
myndum við ekki skilja eitt einasta orð hjá
þeim og allt fenda í vandræðum. Ef þeir yrðu
vondir út af gabbinu gæti vel farið svO' að þeir
færu með okkur um borð og notuðu okkur í
beitu' Alltaf bættust fleiri og fleiri hnútar á
sr.ærið og við óskuðum þess nú, að við hefð-
um aldrei byrjað á þessari vitleysu.
Skipið var nú komið allnærri landi og kast-
aði akkerum. Við vonuðum að þeir hefðu eng
an bát til að komast á í Iand. En sú von varð
brátt að engu, því að bátur með 4 mönnum,
var þegar lagður af stað til fands og var rösk-
lega róið.
Við fórum nú inn til Ellu og tjáðum henni
vandræði okkar og fóruin fram á að hún færi
niður í Ójöru til að taka á móti bátnum. Hún
var búin að læra eitthvað í 'dönsku, og fannst
okkur, að hún hlvti að vera hárviss um
hvað hún ætti að segja, ef þctta væru útlend-
iugar. Hún afsagði að fara og sagði, að við
yrðum að súpa seyðið af verknaði akkar.
Við fórum því með hálfum huga niður að
lendingunni og biðum eftir bátnum, sein ekki
átti eftir nema nokkra faðma í land. Ekki
voru eftir nema tvær eða þrjár bátslengdir,
þegar ég misstí alveg kjarkinn og hljóp heim
eins og fætur toguðu beina leið upp á háaloft
og skreið þar upp fyrir stóra kistu, og faldi
mig þar.
En það er af Birni að segja, að hann stóð
eftir, ákveðiun í því að gera sitt bezta. Bátur-
inn var nú kominti! f. íand, og mennirnir buðii
góðan daginn og spurðu á bjagaðri
íslenzku, hvað hann vildi þeim. þar leysti
Björn aðai vandann með því að segja, að við
ætluðum að gefa þeim ber og mjólk. þeir létu