Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 18
XIV
Á hlýskeiðum mynduðust einnig afar fróðlegar setlagasyrpur, t.d. í Háubökkum við
Elliðavog (Elliðavogslögin) og við Fossvog (Fossvogslögin). 1 setlögunum hafa
fundist margar tegundir skelja og kuðunga, sem enn lifa við ísland, og teljast set-
lögin því hafa orðið til á hlýskeiðum. Á jökulskeiðum gekk jökull yfir svæðið og
mótaði landslagið eins og jökulrákir og hvalbök í grágrýtinu bera glöggt vitni um.
Síðasti ísaldarjökull þakti allt Reykjavíkursvæðið, en fyrir um 18.000 árum
tók jökullinn að hörfa frá landgrunnsbrúnum og fyrir 12.300 árum voru Suðurkjálkinn
og Innnesin orðin jökullaus. 1 kuldakasti sem þá varð, gekk jökull fram á ný og
hlóð upp jökulgörðum, sem rekja má frá Álftanesi, fyrir botn Grafarvogs, um mynni
Mosfellsdals, mynni Hvalfjarðar og upp í Melasveit (Álftanesskeið). Fyrir um
12.000 árum hörfaði jökull á ný og fyrir um 10.000-11.000 árum lá jökullinn um ofan
vert Suðurlandsundirlendið. Isaldarjökullinn skildi eftir sig jökulruðning auk
jökulráka og hvalbaka. Flest stöðuvötn £ nágrenni Reykjavíkur eru í jökulsorfnum
dældum, t.d. Rauðavatn og Hafravatn, en önnur í hraunstífluðum dölum, t.d. Elliða-
vatn.
Jökulfargið þrýsti landinu allmikið niður. Þegar jökullinn hörfaði frá Reykja-
víkursvæðinu, flæddi sjór yfir láglendið. Jafnframt tók land að rísa. í fyrstu
hækkaði sjávarborð hraðar en land reis, en fyrir um 11.000 árum var lyfting lands-
ins jafnhröð hækkun sjávarborðs og mynduðust þá hæstu fjörumörk. Þau eru í 32 m
hæð £ Hvaleyrarholti, 43 m hæð £ Öskjuhlíð og 55 m hæð í Mosfellssveit. 1 þann
tíma voru því hæstu hæðir í Reykjavík, vestan Elliðaáa, eyjar og sker. Neðan hæstu
fjörumarka mynduðust víða malarhjallar (raarbakkar), þar sem ár og lækir slepptu
framburði sínum, t.d. í Blesugróf, en ofan hæstu fjörumarka er víða stórgrýttur
jökulruðningur. Landið reis síðan úr sjó og fyrir um 8.000 árum mun sjávarmál hafa
verið komið um 15 m niður fyrir núverandi sjávarmál. Á síðustu 3.000-5.000 árum
hefur landið sigið, svo sem sjá má af fjörumó, t.d. í Seltjörn. Síðustu 2.800 árin
hefur landsig verið 10-15 sm á öld að meðaltali hér á höfuðborgarsvæðinu. Malar-
rif hafa víða lokað vogsbotnum og víkum á Reykjavíkursvæðinu t.d. stendur miðbærinn
á einu slíku, en hinn forni víkurbotn bak við rifið er Tjörnin.
Frá lokum Isaldar, fyrir um 10.000 árum hafa orðið allmikil eldsumbrot á Reykja
nesskaga og £ þeim runnið miklir hraunstraumar. Elliðaárhraun kom upp £ Leitum,
sem e.r gýgur austan til £ Bláfjöllum, fyrir um 4.500 árum. Á gossprungu vestan við
Bláfjöll hafa komið upp a.m.k. 5 hraun er Hólmshraun nefnast og ©ru þau yngri en
Elliðaárhraun, en þó öll forsöguleg nema e.t.v. hið yngsta. Af öðrum hraunum má
nefna Hafnarfjarðarhraun, sem rann frá Búrfelli ofan Hafnarfjarðar. Eldsumbrot
hafa orðið á svæðinu eftir að sögur hófust og þá runnið hraun t.d. Kapelluhraun.
Ungar sprungur og gjár má rekja frá Mosfellssveit suður yfir Reynisvatnsheiði,
Rauðavatn, Heiðmörk og lengra suðvestur til Kr£suv£kur. Stefna þær flestar frá