Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 74
54
SKRANINGARDEILD FASTEIGNA 1 REYKJAVlK
Hér á landi hafa fimm sinnum verið sett lög um skráningu og mat fasteigna.
Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að koma á reglum um fasteignamat. Þeir
Arni Magnússon og Páll Vídalín sömdu jarðabók á för sinni um landið á árunum
1702-1712, og Skúli Magnússon samdi einnig jarðabók á árunum 1760-1768.
Hvorug þessara jarðabóka var löggilt. Það var fyrst árið 1861, að löggilt
var jarðabók. Var hún unnin af þriggja manna nefnd samkvæmt konungsúrskurði
18. maí 1855.
Það er ekki fyrr en með lögum nr. 22/1915, að sett voru heildarlög um fasteigna-
mat. Aðalmöt voru síðan framkvæmd 1920, 1930 og 1942 í samræmi við lög nr.
3/1938. Lög voru sett um fasteignamat nr. 70/1945 og aftur um fasteignamat og
fasteignaskráningu nr. 28/1963. Aðalmat fasteigna frá 1970, sem staðfest var
af ráðherra 1971, var gert samkv. lögunum frá 1963 og er grundvöllur núgildandi
fasteignamats. NÚgildandi lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 voru
gerð m.a. til að tryggja varðveizlu og viðhald matsins frá 1970.
Lögin um skráningu og mat fasteigna mörkuðu tímamót í þeim málum hér á landi.
Með lögunum er viðurkennd nauðsyn víðtækrar gagnasöfnunar um fasteignir, svo og
um skráningu og varðveizlu slíkra gagna, en fullkomin tækni við vörzlu og vinnslu
þeirra í tölvum hafði gert slík verkefni vél viðráðanleg tæknilega og fjárhags-
lega.
Lögin kveða á um að halda við fasteignaskránni og leiðrétta hana eins og hún er
á hverjum tíma. Horfið var frá sérstöku matsmannakerfi og sérstakri stofnun,
Fasteignamati ríkisins alfarið falið að annast matið. Það, sem ef til vill snýr
sérstaklega að eigendum fasteigna, eru nýmælin í 2. gr. um, að sérskrá skal nú
einstaka hluta mannvirkja, þannig að t.d. hver íbúð í sambýlishúsi skal vera
sjálfstæð skráningareining og sjálfstæð matseining.
Skráning upplýsinga um fasteignir hefur haft sívaxandi gildi fyrir fleiri og
fleiri aðila í nútíma þjóðfélagi. Mikilvægir tekjustofnar ríkisjóðs koma af
fasteignum svo sem eignaskattur, tekjuskattar, erfðafjárskattar, stimpil- og
þinglýsingargjöld. Annar stærsti tekjustofn sveitarfélaga er fasteignaskattur
auk þess sem þau innheimta önnur gjöld tengd fasteignum, svo sem lóðarleigu,
vatnsskatt, holræsagjald (ekki þó í Reykjavík), tunnuleigu og hér í Reykjavík
brunaiðgjöld, en gjöld þessi eru kölluð einu nafni fasteignagjöld. Þá hefur
skráning upplýsinga um fasteignir margskonar aðra þýðingu fyrir utan skatt-
heimtu, svo sem við áætlanagerð, skipulagningu, rannsóknir og í viðskiptum einka-
og opinberra aðila.