Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 66
46
þegar mynd er sýnd í eðlilegri stærð á tjaldinu. Linsan þarf helst að vera
víðari (50 mm) eða þrengri (120 mm). Sýningarvél með 50 mm linsu er vel stað-
sett á svipuðum stað og myndvarpinn. Þá er hægt að nota sama sýningartjald
og notað er með myndvarpanum, sbr. kaflann um myndvarpann. Sýningarvél með
120 mm linsu er best að hafa aftast í stofunni. Þá verður að gæta þess að
hún standi á háu borði svo geislinn fari yfir höfuð nemenda. Þá á sýningar-
tjaldið ekki að vera hallandi, heldur hanga beint niður.
Fyrir mörgum árum gaf Fræðslumyndasafnið út skyggnuflokka af landinu, fuglum
og gróðri. Þessir flokkar voru hinir vönduðustu og eru flestir til í skólunum.
Nú eru flokkar þessir því sem næst uppseldir. Hætt er við, að sumar þessara
mynda séu farnar að missa lit, þar sem framleiðendum hefur enn ekki tekist að
framleiða litfilmu, sem heldur litnum til lengdar. Það er því orðið nauðsyn-
legt að hefja útgáfu á nýjum skyggnuflokkum. Margir kennarar nota sínar eigin
myndir í kennslu, en engu að síður er þörf á samræmdri, innlendri útgáfu á
litskyggnum. Nokkur félagasamtök hafa gefið út skyggnuflokka, sem skólar hafa
getað keypt og hafa þeir flestir reynst vel.
Nokkuð er um, að lesinn texti, ýmis hljóð og tónlist fylgi með á snældu. Þetta
er mjög vinsælt kennsluefni í skólum. Hafi kennari skyggnuflokk sem hljómsnælda
fylgir getur hann sent hluta nemenda til að fylgjast með þessum skyggnuflokki
og til að hlusta á hljómsnælduna. Á snældunni eru hljóðmerki, sem gefa til
kynna, hvenær skipt skuli um mynd. Oft geta nemendur sjálfir séð um þessa sýn-
ingu, eða fengið hjálp á skólasafninu.
Sumar skyggnusýningarvélar eru þannig, að þær láta að stjórn fyrir áhrif raf-
merkja frá segulböndum, sem stillt eru til að skipta um myndir á réttum stöð-
um. Þetta er gert með því að setja inn rafmerki á þá rás snældunnar, sem
ekki er notuð fyrir þulinn og tónlistina. í sumum tilfellum eru tækin sam-
byggð, en í öðrum er skyggnusýningarvélin tengd segulbandinu með snúru.
Mikið hefur verið framleitt af skyggnuflokkum erlendis bæði með og án hljóm-
snældu. En það er með þetta efni eins og erlendu glærurnar, það hentar ekki
í öllum tilfellum íslenskum nemendum. Þó eru til margir flokkar sem henta til
kennslu hér á landi.
SEGULBÖND
Einn mesti vandi, sem við er að fást í tungumálakennslu er sá að fæstir skólar
eiga nothæf segulbandstæki til kennslunnar. Hér áður fyrr, þegar kennarar
notuðu stóru spólusegulböndin var auðvelt að láta nemendur heyra það, sem sagt
var á böndunum. í þessum tækjum, voru tiltölulega góðir, stórir hátalarar.
Með tilkomu snældutækjanna breyttist þetta. Tækin urðu svo lítil og ódýr, að