Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 64
44
NOTKUN KENNSLUTÆKJA I SKÖLUM
Kennslutæki eru notuð til þess að flytja nemendum námsefni, sem þeir geta
numið með augum, eyrum og/eða öðrum skilningarvitum. Tilgangurinn með
kennslunni er að auka þekkingu, en vandinn er í þv£ fólginn að gera nem-
endum kleift að skilja og rauna námsefnið. Séu kennslutæki notúð við
kennsluna tekst oft betur en ella að glæða skilning á erfiðu efni og þá
ve-rður líka betra að muna það.
Kennslutæki hafa að líkindum fylgt mannkyninu í einni eða annarri mynd frá
örófi alda og tæknin þróast frá kroti í sandinn til mynda á skjám tölva og
sjónvarpstækja. Þessi tækni gerir m.a. kennurum kleift að miðla nemendum
nýju og auknu efni um fjölbreyttan heim, sem tekur sífelldum breytingum.
Tæknin eykst og verður fjölbreyttari með ári hverju, en gæta verður hófs í
því, hvernig henni er beitt við kennslu. Að öðrum kosti verða kjörleiðir
í námi og kennslu vandrataðri en ella.
Nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á námsefni og aðferðum við kennslu,
með eða án hjálpartækja, en þar verður m.a. að hafa hliðsjón af uppeldislegu
gildi. 1 þessu sambandi ber að hafa í huga, að þróun þeirra kennslutækja,
sem nú þykja fullkomnust, hófst £ raun löngu áður en kennarar og aðrir höfðu
mótaðar hugmyndir um það hvers skólinn þarfnaðist £ þessum efnum. Skólinn
getur hinsvegar ekki leitt hjá sér þá tækni, sem nú ryður sér til rúms £ öllum
greinum þjóðl£fsins. Hann getur einungis leitast við að velja hið besta en
hafna þv£ versta.
Val á tækjum er að sjálfsögðu miðað við fræðslustarfið, en jafnframt er ljóst
að sjálf tækin og tæknin hafa óhjákvæmilega áhrif á nám og kennslu, hvort
heldur kennarar eða nemendur nota þau tæki, sem um er að ræða. Af þeirri
lýsingu á einstökum tækjum, sem hér fer á eftir, má ráða, að búast má við örum
breytingum á náms- og kennsluaðferðum á næstu árum.
MYND VARPAR
Mjrndvarpinn er eitt vinsælasta kennslutækið £ skólunum £ dag. Hann er notaður
ýmist £stað kr£tartöflunnar eða ásamt henni. Myndvarpi þykir nauðsynlegt tæki
£ hverri nút£ma kennslustofu og hann er þegar kominn £ allar stofur £ mörgum
skólum.
Tjaldið eða flöturinn, sem sýnt er á, þarf að vera þannig, að allir sjái mj'nd-
ina auðveldlega og óbjagaða. 1 mörgum skólum er ástand sýningarflatarins miður
gott. v£ða er bakhlið landakorts notuð eða þá ljós veggur. Sums staðar hanga
þó á vegg eða neðan úr lofti góð sýningartjöld, en á fæstum stöðum er hafður