Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 78
58
Reykjavíkurborg annast brunatryggingar allra húseigna í borginni. 1 því
sambandi hefur verið haldin sérstök brunaskrá. Allar húseignir eru metnar af
sérstökum dómkvöddum matsmönnum upp á gamla móðinn, flestar £ heilu lagi, og
síðan skiptir skráningardeildin matsfjárhæð og iðgjöldum eftir eignahlutfa1li
hvers eiganda í húsinu. Brunabótamatið er sjálfstætt mat, byggt upp með svipuðum
hætti og endurstofnverð FMR, en gert af öðrum matshópum, sem einungis leiðir ti1
ósamræmdrar og oft ósamrýmanlegrar niðurstöðu við fasteignaskrá FMR. Hefur þetta
valdið miklum erfiðleikum í skráningu og skiptingu brunabótaverðs og brunaiðgjalda
en þau gjöld eru hluti af fasteignagjöldum í Reykjavík, svo sem áður segir.
Nú er að fara að stað gagngerð breyting á framkvæmd brunamats og skráningu þess.
1 stað þess að framfæra tvær sjálfstæðar skrár, aðra fyrir fasteignamat og hina
fyrir brunamat og reyna síðan árlega með fyrirhöfn og misjöfnum árangri að sam-
raana þær, verður brunaskráin felld niður sem slík og brunamatið skráð sem sjálf-
stætt mat í sívinnsluskrána þannig að hver íbúð eða húseining fær sjálfstætt
brunamat með sama hætti og fasteignamat. Verður þá skráning skiptihlutfalls
óþarft.
Hingað til hefur íbúðareiganda verið synjað um endurmat nema hann fengi meðeig-
endur til að fallast á það og eftir atvikum að taka þátt í kostnaði af endurmati
alls hússins. Nú er ætlunin að hver húseigandi geti fengið sína eign endurmetna
eða tekna í nývirðingu án tillits til viðhorfa annarra íbúðareigenda í húsinu.
Ef íbúðareigandi endurbyggði íbúð sína í fjölbýlishúsi og fékk komið til leiðar
að húsið var síðan endurmetið til hækkunar fékk hann ekki meiri hækkun á mati
sinnar íbúðar en sem svaraði hlutfalli hans í öllu húsinu. En mat annarra íbúða
í húsinu hækkaði hlutfallslega. Orsakaði þetta oft óánægju og leiðindi.
d. Byggingarstig húsa.
Fasteignir eru metnar til verðs miðað við byggingarstig. Því er mikilvægt, að
fylgzt sé náið með þeim þáttum. Samkomulag er við FMR um, að það láti skráningar-
deildinni í té svokallaða byggingarstigslista í tvíriti, þar sem listaðar eru út
þær byggingar, sem í smíðum eru og ekki fulllokið. Byggingarstigslistar þessir
eru þrenns konar. Listi er yfir byggingar, sem skráðar hafa verið fokheldar.
Annar listi er yfir byggingar, sem 'skráðar hafa verið tilbúnar undir tréverk, og
málningu, og þriðji listinn eru yfir byggingar, sem teknar hafa verið í notkun.
Eftirlitsmaður skráningardéildar fer út með lista þessa og skráir á þá breytingar,
sem kunna að hafa orðið á byggingarstigum húsanna, eftir að siðasta skráning fór
fram. Síðan er frumrit listanna með athugasemdunum sent til FMR, sem færir breyt-
ingarnar í fasteignaskrána. Þannig breytt skráning eigna í fasteignaskrá er síðan
látin skráningardeildinni í té til samanburðar. Gert er ráð fyrir þremur yfir-
ferðum á ári um borgina með þessum hætti. Byggingarfulltrúi gefur út fokheldisvott-
orð og tilkynnir það til FMR. Einnig sendir byggingarfulltrúi til FMR samþykktir
byggingarnefndar og stærðarútreikninga svo sem áður er að vikið.