Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 19
XV
suðvestri til norðausturs. Hafa orðið hreyfingar á mörgum þessara brotalína,
eins og gapandi gjár í hraunum vitna best um. Jarðskjálftar eru tíðir, en
oftast vægir. Þeir jarðskjálftar sem finnast í Reykjavík, eiga upptök sín
utan svæðisins, einkum á Reykjanesi, Krísuvík og Hengilssvæðinu. Sprungurnar
stýra einnig jarðvatnsrennsli að verulegu leyti, t.d. eru vatnsból Reykjavíkur
(Gvendarbrunnar og Bullaugu) tengd þessum brotalínum.
Hér að framan hefur verið stiklað á stóru yfir jarðfræði Reykjavíkur, en á
seinni árum hafa augu manna smá saman verið að opnast fyrir hagnýtu gildi jarð-
fræðirannsókna við mannvirkja- og skipulagsgerð. Margir, sem að skipulagi vinna,
láta gera jarðfræðilegar athuganir, en oft er þessi vinna ómarkviss og samhengis-
laus. Á síðustu árum hefur æ fleirum orðið ljóst að t.d. byggingarefni er ekki
til í ótakmörkuðu magni í nágrenni Reykjavíkur. Nægilega gott steinefni í malbik
er vandfundið. Góð gróðurmold er ekki ótakmörkuð o.sv.frv. Það er því mikið
hagsmunamál fyrir höfuðborgárbúa, að fram fan hagnýt jarðfræðikortlagning á
höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni, er gefi glöggar upplýsingar um efnismagn
og gæði hagnýtra jarðefna, svo hægt sé að skipuleggja nýtingu þeirra nú og í
framtíðinni. Slík kortlagning er raunar í burðarliðnum og er mikilvægt að til
hennar sé vandað svo hún komi að sem bestum notum.
Heimildir:
Arni Hjartarson (1980): Síðkvarteri jarðlagastaflinn í Reykjavík og nágrenni.
Náttúrufræðingurinn, 50., 108-117, 1980.
Birgir Jónsson og Þorgeir Helgason (1981): Jarðfræðileg úttekt við gerð skipu-
lags. Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins, 2., 1981,
Jens Tómasson, Þorsteinn Thorsteinsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Ingvar B.
Friðleifsson (1977): Höfuðborgarsvæði, Jarðhitarannsóknir. Orkustofnun,
OSJHD 7703, Hitaveita Reykjavíkur, febrúar 1977.
Jón Jónsson (1978): Jarðfræðikort,af Reykjanesskaga. Orkustofnun, 0SJHD 7831,
apríl 1978.
Þorleifur Einarsson (1974): Jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Safn til sögu
Reykjavíkur, Reykjavík í 1100 ár, Sögufélagið 1974.
Þorleifur Einarsson (1968): Jarðfræði-saga bergs og lands. Mál og menning,
Reykjavík 1968.