Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 13
IX
FORMÁLI
Árbók Reykjavíkur kemur nú út í sautjánda sinn frá því, að útgáfa
hennar var endurvakin árið 1973. Hún þótti á sinum tima bæta úr
brynni þörf á handhægum upplýsingum iom ýmislegt varðandi borgar-
reksturinn, en nú dylst fáum lengur, að efnisval og framsetning
hafa ekki alls kostar fylgt timanum. Á þvi þarf að ráða bót á
einhvern hátt, en upplýsingar eins og þær, sem hér um ræðir, geta
reynst býsna vandmeðfarnar.
Árbókin geymir litið af frumheimildum, enda er henni fyrst og
fremst ætlað að vera handbók þeirra, sem af einhverjum ástæðum
sækjast eftir hagnýtum upplýsingum um Reykjavik. Upplýsingunum,
sem í bókinni birtast, er safnað saman úr ýmsum áttum, en þær eiga
það sammerkt að vera nær undantekningarlaust komnar frá opinberum
aðilum, sem beinlinis er falin samantekt þeirra úr frumgögnum.
Hér er þvi stuðst við traustustu heimildir, sem völ er á. Þær
henta yfirleitt vel til þess að lýsa þróun, sem átt hefur sér
stað, en öðru máli gegnir oft um upplýsingar varðandi breytingar,
sem standa yfir, eða kunna að vera i vændum. Þær verða að sitja á
hakanum, nema dregið sé úr kröfum um heimildagildi þeirra og
birtast þá ekki fyrr en umræddar breytingar eru um garð gengnar,
ef beðið er eftir endanlegri staðfestingu.
Söfnun, skráning, úrvinnsla, miðlun og geymsla hvers kyns gagna og
upplýsinga hefur vaxið með ólikindum i kjölfar aukinnar tækni til
boðskipta, en þrátt fyrir allt er talið, að viðtakendurnir, fólkið
sjálft, séu ekki að sama skapi upplýstari en áður, að breyttu
breytanda. Tæknin hefur rutt úr vegi hindrunum vegna takmarkaðra
afkasta en um leið grafið undan þeirri stiflu, sem hélt aftur af
upplýsingaflóðinu, með þeim afleiðingum, að sifellt verður
erfiðara að greina hismið frá kjarnanum. Ein afleiðingin er sú,
að tengslin við fortiðina rofna vegna þess, að fólk hefur æ minni
tima aflögu til annars en að fylgjast með frá degi til dags og þar
við bætist, að sjaldnast vinnst timi til að gera sifellt nýrri,
fleiri og fjölbreyttari upplýsingar samanburðarhæfar við eldri
gögn. - Það tók þrjú ár að vinna upplýsingar til birtingar úr
manntalinu 1910, en upplýsingar úr siðasta aðalmanntali hérlendis,
sem tekið var 31. janúar 1981 liggja enn ekki fyrir.
Rithöfundurinn góðkunni, Indriði Einarsson, fyrsti hagfræðingur
landsins, ritaði itarlegan formála með niðurstöðum manntalsins
1910, sem birtar voru 1913. Þar gerir hann meðal annars grein
fyrir hugmyndum lærðra manna um ibúatölu landsins á ýmsum timum
frá lokum landnámsaldar allt til ársins 1910. Það er við hæfi að
birta formála Indriða hér, þó ekki væri nema til að árétta þörfina
á að halda órofnum tengslum fortíðar við nútimann i upplýsingum,
sem lagðar eru til grundvallar hugmyndum okkar um veruleikann og
framtiðina.
Hilmar Biering, deildarfulltrúi i Fjármála- og hagsýsludeild,
hefur nokkur undanfarin ár haft allan veg og vanda af útgáfu
"Árbókarinnar" og eru honum færðar hér sérstakar þakkir fyrir.