Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Síða 15
1
MANNFJÖLDINN
Inngangur
í Reykjavík fjölgaði fólki á árinu 1988 um 2.386, eða 2.6%. Hefur
hlutfallsleg fjölgun ekki orðið meiri i Reykjavik siðan 1959 og bein
fjölgun fólks ekki meiri siðan 1947.
í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 3.6%, mest um
8.3% i Bessastaðahreppi, 4.7% i Garðabæ, 4.5% á Seltjarnarnesi, 3.4% i
Mosfellsbæ, 3.3% i Kópavogi og 3.0% i Hafnarfirði. Á Suðurnesjum varð
mest fjölgun i Grindavik um 4.6%, i Njarðvik um 3.7% og i Keflavik um
2.6%. í Vatnsleysustrandarhreppi (þar eru Vogar) fækkaði fólki um
3.1%.
Tölur yfir mannfjöldann eru að venju úr Þjóðskrá Hagstofu íslands og
eru þær miðaðar við búsetu 1. desember ár hvert. Hagstofan birtir i
janúar bráðabirgðatölur mannfjöldans. Þær tölur eru notaðar við þá
greiningu mannfjöldans, sem hér er birt. Endanlegar tölur, sem birtar
eru i júni, eru notaðar i öðrum tölulegum upplysingum.
Endanlegar tölur um mannfjöldann eru frábrugðnar bráðabirgðatölunum að
þvi leyti, að sveitastjórnir hafa i millitiðinni sent til Hagstofunnar
upplýsingar um vantalið eða oftalið fólk í sveitafélögunum og þeir, sem
voru óstaðsettir í upphaflegu skránni, hafa verið skráðir i tilgreindu
sveitarfélagi.
Sem dæmi um mismun á bráðbirgðatölum og endanlegum tölum má nefna, að
1. desember 1988 voru ibúar Reykjavikur taldir 95.799, en reyndust 12
fleiri, þegar endanlegar tölur voru birtar, eða 95.811.
Breytingar á ibúatölunni eiga rætur að rekja til fæðinga, dauðsfalla og
fólksflutninga. Talið er að fjöldi barnsfæðinga á landinu öllu árið
1988 hafi verið 4.600-4.700, sem er hækkun um 4-500 frá fyrra ári og um
7-800 frá árunum 1985 og 1986. Hefur þá fæðingatalan hækkað um
fimmtung á tveimur árum, en þar áður hafði hún fallið mikið. Árin 1985
og 1986 fæddust færri börn en nokkurt ár siðan 1947, og hafði þó tala
kvenna á barnsburðaraldri riflega tvöfaldast siðan þá. Fæðingatalan
1988 er hins vegar svo há að það er aðeins á árunum 1957-60, 1962-66 og
1972, sem fleiri börn fæddust, en konur á barnsburðaraldri eru miklu
fleiri nú en þá var, og svarar fæðingartiðnin 1988 til þess, sem var
árin 1982 og 1983.
Tala látinna vex eilitið frá ári til árs, eins og við er að búast, með
hækkandi tölu þeirra, sem náð hafa háum aldri. Hvað varðar þriðju
ástæðuna fyrir breytingum á ibúatölunni kemur i ljós, að árin 1981-1983
fluttust um 1.000 fleiri til landsins en frá þvi samkvæmt upplýsingum
Hagstofu íslands. Árin 1987 og 1988 fluttust hinsvegar 2.800 fleiri
til landsins en fóru af landi burt. Hefur aðflutningur fólks aldrei
fyrr verið svo mikill. Meiri hluti aðflutnings umfram brottflutning á
árinu 1988 er vegna erlendra ríkisborgara, sem fluttust til landsins,
en islenskir rikisborgarar fluttust einnig i rikari mæli til landsins
en frá þvi.