Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Síða 69
BYGGINGARSTARFSEMI
Efni þessa kafla er í svipuðum skorðum og verið hefur nokkur
undanfarin ár.
Tölurnar bera með sér, að borgin er i örum vexti. íbúðum fjölgaði
um rúm sjö hundruð á siðasta ári og þá bættust tæplega 186.000
fermetrar við samanlagt gólfflatarmál atvinnuhúsnæðis i borginni.
Frá árinu 1979 hefur samanlagt flatarmál atvinnuhúsnæðis á hvern
ibúa i Reykjavik aukist úr 25 i tæplega 30 fermetra samkvæmt
gögnum Fasteignamats rikisins.
í þessum kafla eru tölur um fjölda ibúa og ibúða bornar saman á
ýmsa vegu, en sá samanburður leiðir ef til vill fyrst og fremst i
ljós aukna hlutdeild einhleyps fólks i ibúðarhúsnæðinu i
Reykjavik. Tölum um ibúðastærð ber af ýmsum ástæðum að taka með
nokkurri varúð, en hinsvegar er athyglisvert, að heildarfjöldi
ibúða i tveggja til fimm íbúða sambýlishúsum hefur nánast staðið i
stað á siðasta áratug.
Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir mismunandi tölum um fjölda
ibúða i Reykjavik, sem fram kemur í þessum kafla. Fjöldi ibúða i
Reykjavik er fundinn eftir þremur mismunandi leiðum, fasteigna-
mati, talningu brunatryggðra ibúða og framreikningi byggðum á
fjölda fullgerðra ibúða á liðnu ári. Samkvæmt fasteignamatsskrá
er fjöldi ibúða i Reykjavik árið 1988 36.733. Þegar ibúðir eru
taldar eftir skrá Húsatrygginga Reykjavikurborgar er ibúðafjöldinn
37.000. Hluti af skýringu á mismun þessara talna er sá, að tölur
fasteignamatsins eru miðaðar við áramót en fjöldi brunatryggðra
ibúða átta mánuðum seinna, i september. Framreiknaður fjöldi
ibúða er 37.274, en ljóst er, að sú tala verður aldrei nákvæm, þar
sem ekki er tekið tillit til breyttrar nýtingar ibúða og
úreldingar. Þrátt fyrir mismunandi forsendur, eins og greint er
frá hér að framan, er mismunur á fjölda ibúða á milli hæstu og
lægstu talna aðeins 1.2%, en meðaltala er sú sama og tala
brunatryggðra ibúða.
Fremst i þessum kafla um byggingarstarfsemina er birt itarleg
grein Bjarna Reynarssonar, yfirdeildarstjóra Borgarskipulags
Reykjavikurborgar, um Aðalskipulag Reykjavikur 1984-2004, og fyrir
það eru honum færðar sérstakar þakkir. Þá er einnig vert að vekja
athygli á nýju korti um landstærðir og tölulegum upplýsingum um
landstærðir og landnotkun eftir borgarhlutum samkvæmt Aðalskipu-
lagi Reykjavikur 1984-2004, en þessar upplýsingar eru einnig frá
Borgarskipulagi komnar.