Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Page 72
58
HELSTU ÁÆTLANIR SKIPULAGSINS.
Áætlað er að íbúum Reykjavíkur fjölgi um 10 til 14 þúsund (11-16%) á
skipulagstimabilinu og að þeir verði 99 til 103 þúsund árið 2004.
Samkvæmt framreikningum Borgarskipulags verður fjölgunin töluvert
meiri á fyrri hluta skipulagstimabilsins. Reiknað er með að ibúum
fjölgi mest á svæðinu austan Elliðaárvogar. Milli Kringlumýrarbrautar
og Elliðaárvogar breytist ibúafjöldi litið en nokkur fjölgun verður
vestan Kringlumýrarbrautar.
Búist er við að um 6 til 8 þúsund ibúðir verði byggðar á skipulags-
timabilinu. Gert er ráð fyrir að i lok skipulagstimabilsins verði að
meðaltali 2.5 ibúar um hverja ibúð i stað 2.6 árið 1984.
Á næstu 20 árum er gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði aukist vim 900
þúsund fermetra. Liklega verða um 4/5 hlutar aukningarinnar á
núverandi athafnasvæðum á hálfbyggðum eða óbyggðum lóðum.
Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun bifreiða á skipulagstimabilinu.
Árið 2004 verða um 550 bilar á hverja 1.000 ibúa i stað 440 árið 1986.
Miklar umbætur eru fyrirhugaðar á aðalgatnakerfi borgarinnar. Bæði er
fyrirhugað að leggja nýjar götur og breikka núverandi stofn- og
tengibrautir.
MAT Á ÁÆTLUNUM.
Frá árinu 1984, sem er grunnár aðalskipulagsins, hefur ibúum
borgarinnar fjölgað hratt og voru i árslok 1988 um 2.200 fleiri en
framreikningar gáfu til kynna. Á árunum 1984-1987 voru fullgerðar um
690 ibúðir á ári að meðaltali, sem er nokkuð hærra en viðmiðun
aðalskipulagsins sem er 550 ibúðir á ári.
í
Tvöfalt meira atvinnuhúsnæði var byggt 1984-1987 en meðaláætlun aðal-
skipulagsins gerði ráð fyrir. Nýtt verslunarhúsnæði á þessum árum er
t.d. fjórfalt meira að flatarmáli en aðalskipulagið áætlaði. Bilaeign
Reykvikinga hefur einnig aukist gifurlega seinustu árin, mun raeira en
áætlað var.
i
Af ofanskráðu er ljóst, að þær spár, sem voru gerðar fyrir aðalskipu-
lagið árið 1984, hafa staðist misjafnlega vel. Oftast eru frávikin
vegna ófyrirsjánlegra atburða, og er tollalækkun á bifreiðum gott dæmi
þar um. Einnig hafa siðastliðin þrjú ár verið eitt mesta þenslu-
timabil i byggingarmálum i Reykjavik, sem komið hefur undanfarna
áratugi, en litlar likur eru á þvi, að þessi hraða uppbygging haldist
óbreytt út skipulagstimabilið. Reyndar eru þegar ýmis teikn á lofti,
sem benda til þess, að draga muni úr hraða uppbyggingarinnar á næstu
misserum. Þessi hraða uppbygging breytir ekki fyrirhugaðri
byggðaþróun, en getur leitt til þess, að ákveðin svæði á framtiðar-
byggðasvæðumom verði tekin fyrr til skipulagningar en áætlað var.