Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Qupperneq 73
Það skal því enn einu sinni lögð áhersla á nauðsyn þess að endurskoða
aðalskipulagið og forsendur þess á fjögurra ára fresti, til þess að
hægt sé að laga skipulagið að breyttri þjóðfélagsþróun.
59
UPPBYGGING INNAN NÚVERANDI BYGGÐAR.
íbúðir: Áætlað er að á timabilinu 1984-1994 verði byggðar 1.300 nýjar
ibúðir vestan Elliðavogar. Stærstu svæðin eru við Meistaravelli,
Grandaveg, Þverholt, á Rauðarárholti, i miðbænum og við Skúlagötu.
Uppbyggingu verður ekki lokið á tveimur siðasttöldu svæðunum árið 1994
að þvi er talið er. Ennfremur er ráðgert að Grafarvogarhverfin þrjú,
Ártúnsholt og Selás verði að fullu byggð fyrir mitt skipulags-
timabilið.
Miðhverfi: Uppbygging miðbæjarstarfsemi verður aðallega i miðborg-
inni, Kringlunni og Mjóddinni. Skipulagsvinna i miðbænum, Gamla
bænum, Skúlagötu og Laugavegi miðar að þvi að efla miðbæinn og gera
hann samkeppnishæfan við stórmarkaði og verslunarmiðstöðvar á
höfuðborgarsvæðinu. í Mjóddinni er i byggingu stórt miðhverfi er
þjóna mun öllum Breiðholtshverfunum. Líkur eru á þvi að miðhverfin,
Kringlan og Mjóddin, verði nær fullbyggð um 1994. Einnig er ætlunin
að byggja upp verslunar- og þjónustukjarna i Seljahverfi, Ártúnsholti
og Selási.
Athafnasvæði: Meginuppbygging atvinnuhúsnæðis verður i austurhluta
borgarinnar. Búist er við að Ártúnshöfði, Ártúnsholt, Borgarmýri og
Smálönd verði nær fullbyggð vim 1994. Talsverð uppbygging er
fyrirhuguð á nokkrum minni svæðum i borginni, s.s. á Háskólasvæðinu, i
Skipholti, við Lágmúla, Borgartún og i Skeifunni. Uppbyggingu þar
ætti að ljúka á fyrri hluta skipulagstimabilsins.
Samgöngur: Miklabraut-Vesturlandsvegur verður áfram aðalumferðaræð
borgarinnar og verður lögð áhersla á greiða umferð um hana. Lagt er
til að átak verði gert i uppbyggingu stofnbrauta Reykjavikur, bæði til
að mæta aukinni umferð og til þess að umferð á stofnbrautum verði
greiðari en nú er. Fossvogsbraut-Hliðarfótur er tillaga um nýja
stofnbraut en aðrar helstu tillögur um umbætur á gatnakerfinu eru:
Bústaðavegur frá Kringlumýrarbraut að Miklatorgi, framlenging
Kleppsvegar að Gullinbrú, tenging Breiðholtsbrautar við Suðurlandsveg,
tenging Suðurlandsvegar við Vesturlandsveg i Smálöndum og ný
stofnbraut frá Gullinbrú út i Geldinganes. Hringbraut, frá Miklatorgi
að Sóleyjargötu, verður flutt suður fyrir Landspitalalóðina.
Árið 1986 var talið að um 1.800 bilastæði vantaði i miðbæinn.
Uppbygging þar, samkvæmt miðbæjarskipulaginu, eykur þörfina um 500 til
600 stæði. Alls þyrftu stæðin að vera um 2.400.
Ekki er að vænta stórvægilegra breytinga á leiðakerfi SVR á næstu
árum. Þess i stað verður núverandi leiðakerfi endurskoðað i þvi skyni
að bæta þjónustuna við farþega og nýta vagnana sem best.
Reykjavíkurflugvöllur þjónar fyrst og fremst innanlandsflugi og verður
það áfram meginhlutverk hans.