Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 226
krónu- og brúargerð og tannréttingar, en 50% af þessum aðgerðum. Þjónustan skal veitt
hjá skólatannlækni eða heilsugæslustöð ef þess er kostur.
3. Fyrir 16 ára unglinga 50% kostnaðar við hvers konar þjónustu.
4. Fyrir unglinga, þótt eldri séu en 16 ára, skal greiða 50% kostnaðar við tannréttingarmeð-
ferð sem hafin hefur verið áður en þeir urðu 16 ára þar til meðferð er lokið. Heimilt er að
greiða 50% kostnaðar við aðgerð á 17-18 ára ungiingi ef þörfin hefur komið upp fyrr,
enda hafi tryggingayfiriækni þá verið gerð grein fvrir því eða að minnsta kosti áður en
unglingurinn verður 17 ára að rétt sé að festa aðgerðinni og tryggingavfirlæknir
samþykkir það.
5. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega sem njóta tekjutryggingar 75% kostnaðar, en fvrir aðra
elli- og örorkuiífeyrisþega 50% kostnaðar, þó ekki fyrir guilfyllingar. krónur eða brvr.
Heimilt er að hækka greiðslur fyrir þessa bótaþega eftir reglum. sem tryggingaráð setur, í
allt að 100%.
17. gr.
1., 2. og 3. mgr. 45. gr. laganna orðast svo:
Sjúkratryggingar greiða sjúkradagpeninga ef sjúkratryggður, sem orðinn er 17 ára og
nýtur ekki elli- og örorkulífeyris, verður algerlega óvinnufær, enda leggi hann niður vinnu og
Iaunatekjur falli niður sé um þær að ræða.
Sjúkradagpeningar eru ekki greiddir lengur en í 52 vikur samtals á hverjum 24 mánuðum.
Þó er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að ákveða að dagpeningar skuli greiddir lengur ef ijóst
er að sjúklingurinn verður innan skamms annaðhvort vinnufær eða að unnt verður að ákveða
örorku hans, tímabundið eða til bráðabirgða. Dagpeningar, sem nema minna en fullum
sjúkradagpeningum, sbr. 4. og5. mgr., skulu að jafnaði ekki greiddirlenguren íþrjámánuði.
Sjúkratryggðir njóta sjúkradagpeninga frá og með 15. veikindadegi séu þeir óvinnufærir
a.m.k. í 21 dag. Upphaf biðtímans miðast við þann dag er óvinnufærni er staðfest af lækni.
18. gr.
1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo:
Tryggingastofnun ríkisins gerir samninga um greiðslur samkvæmt þessum kafla. Takist
samningar ekki ákveður heilbrigðis- og trvggingamálaráðherra greiðsluna með tilliti til
gjaldskrárinnar eða gildandi samninga annarra heilbrigðisstétta.
19. gr.
Upphaf 3. mgr. 46. gr. orðast svo:
Daggjöld sjúkrahúsa. sem ekki eru á föstum fjárlögum. svo og gjaldskrár fvrir utansjúkra-
hússjúklinga, skulu ákveðin af fimm manna nefnd, daggjaldanefnd.
20. gr.
47. gr. laganna orðast svo:
Nú er sjúkratryggðum nauðsyn að leita sér lækninga þar sem hann er staddur erlendis og
skulu þá sjúkratryggingar greiða kostnað af því eins og um læknishjálp innan lands væri að
ræða. Þetta nær þó ekki til þeirra sem samkvæmt milliríkjasamningum öðlast rétt til
sjúkrahjálpar í öðru landi vegna dvalar þar að því er varðar þá sjúkrahjálp sem samningarnir
fjalía um.
Nú verður sjúkratrvggður maður fyrir verulegum kostnaði vegna veikinda eða slvss
erlendis og fær hann ekki endurgreiddan nema að litlu levti frá sjúkratrvggingum og er þá
tryggingaráði heimilt að ákveða að sjúkratrvggingadeild taki meiri þátt í siíkum kostnaði.