Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Page 240
20. gr.
Félagsmálaráöherra setur í samráði viö Samband íslenskra sveitarfélaga reglugerö með
nánari ákvæöum um starfsemi sjóðsins.
IV. KAFLI
Um útsvör.
21. gr.
I>eir menn. sem skattskvldir eru samkvsmt ákvæðum I. kafla laga um tekjuskatt og
eignarskatt. skulu greiöa útsvar af tekjum sínum til sveitarfélags eftir því sem nánar er kveðið
á í lögum þessum.
22. gr.
Hver maður, útsvarsskvldur samkvæmt lögum þessum, skal greiða útsvar í einu
sveitarfélagi og fellur það óskipt til þess.
Þeir menn, sem um ræðirí 1. gr., sbr. 5. ogó. gr.. laga um tekjuskatt og eignarskatt. skulu
greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir áttu lögheimili 1. desember á tekjuárinu.
Þeir menn. sem um ræðir í 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. skulu greiða útsvar til
þess sveitanélags þar sem þeir öfluðu mestra tekna sinna á tekjuárinu.
23. gr.
Stofn til álagningar útsvars skal vera hinn sami og tekjuskattsstofn, sbr. 1. og 3. tölul. 62.
gr. laea um tekjuskatt og eignarskatt.
Akvæði 62.-65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt skulu gilda um ákvörðun
útsvarsstofns eftir því sem við getur átt.
Lækki skattstjóri tekjuskattsstofn skv. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt skal
útsvarsstofn lækka um sömu fjárhæð.
24. gr.
Skattstjórar annast álagningu útsvars.
Ákvæði VIII.-XIV. kafla laga um tekjuskatt og eignarskatt gilda um útsvar eftir því sem
við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.
25. gr.
Útsvar skal vera ákveðinn hundraðshluti af tekjum hvers almanaksárs, en má þó eigi vera
hærra en 7.5% af útsvarsstofni og skal sami hundraðshluti lagður á tekjur allra manna í hverju
sveitarfélagi.
Útsvar af þeim tekjum bama, sem um ræðir í 2. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og
eignarskatt, skal vera 2% af útsvarsstofni.
26. gr.
Sveitarstjóm skal ákveða fvrir 1. desember ár hvert hvaða hundaðshluti verði lagður á
tekjur manna á næsta ári, sbr. 1. mgr. 25. gr. þessara laga, svo og 1. mgr. 9. gr. laga um
staðgreiðslu opinberra gjalda.
Ákvörðun sveitarstjómar skal tilkynna fjármálaráðunevtinu eigi síðar en 15. desember á
sama ári.
Skil á staðgreiðslufé til sveitarfélagsins skulu vera sami hundraðshluti og álagningarhlut-
fallið skv. 1. mgr.
Sá hundraðshluti. sem sveitarstjóm hefur ákveðið, skal notaður við gerð fjárhagsáætlun-
ar næsta árs og vera endanlegt álagningarhlutfall útsvars í sveitarfélaginu, sbr. þó 5. og 6. mgr.