Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Síða 256
242
ár hefði hlotið að kosta heila miljón króna. Alt varð að hallæri i
augum alþýðu þessara tima. "íslands óhamingju verður alt að vopni",
varð að átrúnaði, og fyrir þá trú lagði margur árar i bát. Alment
svartsyni var i hvers manns augum. Þegar hvorki var hafisum, bólu,
eldgosum eða landskjálftum um að kenna, þá skrifaði alþingi konungi um
hinar "skelfilegu syndir" íslendinga, sem væru svo "rjettlátlega
straffaðar" að þeir gætu ekki greitt hernaðarskatt, eða aukaálögur.
Þrátt fyrir alt vit og vaskleik, og endurbætur ættjarðarvinanna á
18. öld, þá urðu það þó fremur Reykjarmóðuharðindin, sem leystu fólkið
undan einokuninni, en ættjarðarást og stjórnlægni Jóns Eirikssonar,
hamfarir Skúla Magnússonar og valmenska og hámenntun Hannesar
Finnssonar. Fólkið var óupplýst, það las mest ljelegar guðsorðabækur
og fylgdi foringjuntam ekki. Frá 1300 og út 18. öld var "timinn genginn
úr liði" hjer á landi eins og Hamlet Danaprins kemst að orði, og það
var ekki unnt að kippa honum i liðinn, fyrr en fólkið var orðið
upplystara, en það varð ekki fyr en á 19. öld.
Manntölin 1801-1901 ljet stjórnin i
skýrslurnar um þau voru samdar fyrst
Kaupmannahöfn og siðar af Hagstofu rikisins.
gefin út fyr en 1842. Hjer á landi
Thorsteinsson og gaf út búnaðarskýrslur frá
Nokkrum árum siðar kemur
hagfræðisrit Jarðatal
Kaupmannahöfn taka, og
af hagfræðisnefndinni i
Fyrstu manntölin eru ekki
safnaði Bjarni amtmaður
árunum 1821 til 1833.
út "eitt hið merkilegasta og fjölskrúðugasta
á íslandi eftir Johnsen" - svo lýsir Jón
Sigurðsson þvi, - enda er það afar merkileg bók.
Litlu siðar kemur Bókmentafjelagið til sögunnar. Jón Sigurðsson
sókti fyrst til stjórnarinnar i mai 1855 um 200 rdl. og fjekk nei.
Fimm dögum eftir neitunina sókti hann um 300 rdl. styrk handa
Bókmentafjelaginu til að gefa út landshagsskýrslur á íslensku, eða að
Hagstofan i Danmörku gæfi þær út að öðrum kosti. Hagstofan hafði engum
á að skipa, til að gera islenskar skýrslur. Fjármálastjórnin visaði
frá sjer til dómsmálastjórnarinnar, en hún útvegaði 1856 Bókmenta-
fjelaginu - eftir itrekaða beiðni á ný - 400 rdl. á ári.
1855 setti Jón Sigurðsson af stað verkvjelarnar, sem áttu að vinna
að islenskum hagskýrslum, stækka verkahring þeirra og gjöra þær að
almannaeign. Þær unnu lika hvildarlaust til 1875, þegar Lands-
höfðingjadæmið og stjórnin tók við heima á íslandi. Alt varð íslenskt,
og gefið út á islensku, nema manntölin. Þau komu út á dönsku og voru
þýdd á islensku eftir á. Af þeim mönnum sem unnu að verkinu skal
einkum tveggja getið, Arnljóts Ólafssonar og Sigurðar Hansens.
Arnljótur stundaði stjórnfræði við háskólann, og viðast sjest það að sá
kló sem kunni, þegar hann er að gjöra athuganir sinar við töflurnar.
Hann hugsar mikið og skarplega um málin. Hann skrifar sjerstaka
ritgjörð um landshagsfræði íslands. Hún er beinagrindin i hagfræði
landsins, og biður enn eftir að fá holdið og blóðið utan á öll beinin
sumstaðar, þótt henni sje viða svo vel i skinn komið, að varla sje
betur hjá öðrum þjóðum. Arnljótur er þá þegar orðinn fróður maður, vel
að sjer i sinni grein og islenskum efnum, og skarpvitur. Þrátt fyrir
það mun honum skjátlast verulega þegar hann er að ákveða fólksfjöldann
i fornöld, Lhsk. I. b., bls. 322, og álitur hann hafa verið eftir
skattbænda-tölunum: