Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Qupperneq 257
243
Skatt-
bændur
Bændur
alls Manntal
1096
1311
1753
4560
3990
2100
14549 104753
13206 95083
6700 48430 1)
Hann telur 7,2 manns á hverju heimili öll árin, þvi 1096 hafi verið
margir höfðingjar uppi, sem höfðu 100 manns i heimili. í fornöld
bjuggu landsmenn allir til sveita, og sveitaheimilin eru stærri en
heimilin við sjóinn, eða kaupstaðarheimilin nú. Stærð heimilanna er
þess vegna likleg. Heimili höfðingja með 100 manns, munu aldrei hafa
verið fleiri uppi i einu á öllu landinu en 20. Ef þau hefðu verið
flutt öll saman á einn blett, hefði þar orðið kaupstaður með likum
mannfjölda og Akureyri hefur nú. í útreikningi Arnljóts Ólafssonar,
sem hann tekur skýrt fram að sje að eins áætlun, eru það bændur allir
1096 og 1311, sem eru áætlaðir altof hátt. Hvar voru jarðirnar, sem
14550 bændur gátu búið á, svo að þeir hefðu getað haft "málnýtan smala"
á þeim? Sje mjer sagt að 29 jarðir i Skagafjarðardölum hafi lagst i
eyði, þá svara jeg þvi, að þá var enginn maður á Sauðárkrók. Sje
fólkið á Sauðárkrók flutt á eyðijarðirnar i dölunum, þá eru komnir 14
manns á hverja eyðijörð. Ef Eyrarbakki eða Stokkseyri eru flutt upp i
Þjórsárdal, eru eyðijarðirnar þar bygðar á svipstundu, að eins örlitið
brot af ibúunum hefur fengið jarðnæði. Hvar ætti svo að setja niður
þrettán þúsundirnar, sem nú eiga heima i Reykjavik? En hvers vegna eru
skattbændur þá svo margir 1096 og 1311, en svona fáir 1753? Þvi ætla
ég að láta Hannes biskup Finnsson svara. Hann hefur vitnað i Jón prest
Egilsson, sem hefur skrifað í Biskupa-annál: Um haustið fyrir
(veturinn 1525) voru fátækastir menn (i Grimsnesi) sem áttu 14 hndr. og
voru þeim lagðar tiundir. (Hreppsmenn vissu ekki hvað þeir áttu að
gjöra við fátækratiundirnar og lögðu þessum mönnum þær, sveitarsjóðir
voru þá ekki til). Útaf þessu skrifar H.F. Lærd.listafjel.rit 14. b.,
bls. 67 neðanmáls: "en þegar aðgætt er, að þá (1525) var alt kvikt og
dautt, nema hvers dags klæðnaður, tiundað eftir fullu verði, en á
þessari öld (18. öld) ekkert nema friður peningur net og skip (hvör
siðast nefndu eigi eru til i sveitum), þá hefur sá, sem tiundaði i þær
mundir 12 eða 14 hndr., eigi verið rikari en hinn, er nú tiundar 2 eða
3 hundruð". Jarðirnar i fornöld hafa aldrei verið mikið fleiri en þær
eru nú; með kotum og hjáleigum hafa þær verið eitthvað i kringum 8000,
fleirbýli hefur ekki verið öllu tiðara þá en nú, en tiundarlögin, og
hvernig þeim var framfylgt, gjörðu það að verkum, að þingfararkaupi
áttu miklu fleiri að gegna að tiltölu þá, en svöruðu skatti á 18. eða
19. öld. Þótt Arnljótur Ólafsson gjöri þessa áætlun altof háa, þá er
hans áætlun þó miklu lægri en Espólins, og Arnljótur Ólafsson er sami
yfirburðarmaðurinn eins fyrir þvi.
Sigurður Hansson vann að Landshagsskýrslum i liðleg 20 ár. Alt
verkið var unnið i hjáverkum. Hann var skrifari hjá dómsmálastjórninni
og vann þar á daginn, en aðalstarfið var þegar hann kom heim frá
skrifstörfunum. I 20 ár fyllir hann 5 þykk bindi af skýrslum, hvert
800 blaðsiður, og þeir sem við skýrslur hafa fengist, vita að það er að
minnsta kosti ekki fljótlegasta ritstarfið að leggja saman rita og
aðgæta töflusiðu eftir töflusiðu, og gjöra svo allerfiða útreikninga
yfir alt saman á eftir. Hann hafði ákaflega mikið starfsþol, og mun
1) Tölurnar 1753 eru teknar eftir skýrslu Skúla Magnússonar landfógeta.