Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Qupperneq 258
244
hafa verið sívinnandi. Heimilið hjelt eftir 1872 einn dansleik á ári,
og ef maður kom á dansleikinn og vildi eitthvað tala við húsbóndann, þá
var hann á slikum kvöldum fluttur með alt sitt inn i svefnherbergið, og
þar lágu skýrslurnar og handrita-arkirnar ofan á rúmábreiðunni. Nú
þykir svo, sem hann hafi stundum slitið sjer að ófyrirsynju á
útreikningum, þegar hann ár eftir ár er að leggja sig i hlutfalls
útreikninga með fram eða afturför í einstökum hreppum, sem annaðhvort
hafa litla þýðingu eða enga. Það er eins og Stökkullinn sem ætlar að
kaffæra skipið, sprengir sig á þvi að kaffæra kútinn, sem er kastað til
hans. En vinnuvilji, elja og starfsþol Sigurðar Hansens veldur að eins
aðdáun; hann á sömu virðinguna skilið, eins og munkarnir, sem skrifuðu
upp og sömdu hverja söguna á fætur annari. Fyrir þeirra iðni höfum við
fengið fornöldina i ljósum logum inn á hvert heimili. í fimm bindunum
hans höfum við betri skýrslur frá fyrri öldum en nokkur önnur þjóð. Og
skýrslurnar frá 19. öldinni getum við verið ánægðir með þótt stórar
gloppur sjeu i þær. Fyrir fjeð sem til þeirra var varið, voru engin
likindi til að meira gæti fengist, en fengið er.
Auk þessara tveggja manna sömdu þeir Ólafur Pálsson, siðar
dómkirkjuprestur, Halldór Guðmundsson, siðar skólakennari, Magnús
Stephensen, siðar landshöfðingi og Westergaard, danskur maður i
stjórnardeildinni, skýrslur um landshagi.
Þegar Bókmentafjelagið hætti að gefa út Landshagsskýrslur 1875, var
það starf lagt undir skrifstofu landshöfðingja. Fyrstu árin var litið
unnið að þvi verki. Fjárveitingin voru einar 300 kr., og fyrir þær var
sára litið gjört. Að undirlagi Arnljóts Ólafssonar var fjárveitingin
hækkuð siðar uppi 50 kr. fyrir örkina til þess að fá skýrslurnar
samdar, og af þvi leiddi að skýrslurnar fóru að koma út 1882, og því
var haldið áfram þótt fjárveitingin væri færð niður i 40 kr. fyrir
örkina.
Þeir sem unnu að samningu þessara skýrslna, voru fyrst og fremst
þáverandi landritarar, Jón Jónsson (frá Álaborg), Jón Jensson
yfirdómari, Hannes Hafstein ráðherra og Jón Magnússon bæjarfógeti. Jeg
byrjaði þegar eftir 1880, og hef unnið að þvi við og við til þessa.
Miklu fleiri verður að nefna en þessa menn. Sighvatur Bjarnason
bankastjóri vann lengi að skýrslugjörð, einkum verslunarskýrslum.
Þórður Jensson, Pjetur Zóphóniasson, Sigurður Briem og Vilhjálmur Briem
unnu að ýmsum skýrslum iam landshagi fyrir landshöfðingjadæmið. Eftir
að III. skrifstofa Stjórnarráðsins tók við útgáfunni, hafa unnið að
skýrslugjörð Eggert Briem skrifstofustjóri, Klemens Jónsson landritari,
cand. polit. Þorsteinn Þorsteinsson, sem nú er hagstofustjóri,
cand. polit. Georg Ólafsson, cand. philos. Páll Eggert Ólason og
cand. philos. Pjetur Hjaltested.
Utan Stjórnarráðsins hefur landlæknir Guðmundur Björnsson gefið út
heilbrigðisskýrslur árlega, og ritsimastjórnin skýrslur um ritsimann.
Þess verður að geta hjer, að árið 1910 kom út ritgjörð prófessors
Björns M. Olsens um skattbændatal 1311 (Safn til sögu íslands IV. 4.)
itarleg og rökstudd ritgjörð um fólksfjöldann á landinu. Þar sem jeg
kann engin rök að rekja móti þvi sem prófessorinn heldur fram, þá hafa
getgátur hans verið teknar upp i II. kafla formála þessa.