Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 262
248
Frá 1400-1800 gengur fólksfjöldinn upp og niður bæði hjer og i
öðrum löndum. Sóttvarnir voru óþektar þar eins og hjer. Hungurvofan
sýndi sig hjá öðrum þjóðum eins og hjer, en kom oftar hjer við. Eftir
að samgöngurnar eru komnar i gott horf annars staðar flýr sá vágestur
af bygðu bóli, nema útjaðra stórbæjanna. Göngur gufuskipa til íslands
hafa haldið matar og vistaskorti burtu hjeðan frá fyrstu byrjun þeirra,
og hingað til, nema hvað þau komust ekki að norðurlandi sumarið 1882.
Þótt is banni siglingar að norðurlandi getur innlend stjórn bjargað þvi
frá hungurdauðanum. Með símskeyti má panta skip hlaðið matvöru og fá
það á næstu islausu höfn á 14 daga fresti. Þaðan má flytja það á
hestum i hjeraðið, þar sem þess er þörf. Hungurvofan er fjær okkur nú,
en nokkru sinni áður, og útbreiðslu sóttnæmra sjúkdóma má fyrirbyggja.
Óhamingju íslands yrði að verða eitthvað annað að vopni. Gömlu vopnin
eru orðin sljó og giftusamari timar eru runnir upp, en nokkru sinni
áður. Landið hefur hæli fyrir sinnisveika, holdsveika og berklaveika,
eins og mentaþjóðirnar.
Hvenær skiftir um fyrir landið frá óhamingju til hamingju? Það er
eftir aldamótim 1800. Mjer finst að umskiftin hafi byrjað nálægt 1815,
eftir fall Napoleons, þegar friðurinn er kominn á. Eftir það hafa
komið hingað tvær mislingasóttir, sem munu hafa felt 3000 manns.
Jafnframt hinni siðari voru svo miklir útflutningar af landinu vegna
hörðu áranna 1882-87, að landsbúum fækkaði á 10 árum um 1500. En það
er annað að sjá fólk fara af landi burt, og vita þá, sem fara, verða
þar sjálfum sjer og öðrum til gagns, en að missa fólkið úr hungri og
drepsóttum.
Fólkinu fjölgar vegna þess að dauðinn ber sjaldnar á dyr á
heimilunum. Hjer á landi dó
1831-40 einn maður af hverjum 31.3
1851-60 - ... 34.1
1871-80 - ... 40.2
1881-90 - ... 38.8
1891-00 - ... 52.9
1901-10 - ... 62.1
Auðvitað fæðast færri af þús. siðari árin en hin fyrri. En sú
fækkun er svo miklu minni en mannfjölgunin sem stafar af þvi, að
dauðinn ber nú einu sinni á dyrnar þar sem hann barði tvisvar sinnum
milli 1831-40.
Þegar fólkinu fjölgar, þurfa þeir nýkomnu, sem ekki geta tekið upp
sömu atvinnu, og feður þeirra, að ryðja sjer nyjar brautir. Þannig
koma upp nýjar atvinnugreinar, og nýjar vistarverur eins og þorp og
bæir. Fyrir 110 árum var landbúnaðurinn alt, en nú er hann ekki meira
en hálft. Landsmenn lifðu á