Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Qupperneq 263
249
land- á fiskiveiðum á landbúnaði
búnaði eða öðru lifðu af 100
1801 42106 5134 89%
1835 48368 7667 86%
1850 48613 10534 82%
1880 53044 1) 19401 73%
1901 49472 2) 28998 62%
1910 43411 41772 51%
íslendingar eru algjörð bændaþjóð til 1880. 1901 eru það ekki nema
3/5 hlutar af þjóðinni sem lifa á landbúnaði. 1910 lifir annarhver
maður á landbúnaði, og landsmenn verða ekki kallaðir bændaþjóð lengur,
þvi i þessum 43000 eru taldir kaupamenn og kaupakonur, sem eiga heima i
kaupstöðunum, einkum Reykjavik þrjá fjórða hluta af árinu, og hafa þar
einhverj a atvinnu.
Þeir sem lifðu á fiskveiðum voru:
1801 104 1880 ... 8688
1835 847 1901 11671 3)
1850 4057 1910 .... 15890
Fyrir framkvæmdir sjáfarútvegsins, og þessara manna sjerstaklega
fjekst 11 1/4 miljón króna árið 1911, og allur sá fiskur, sem neytt var
hj er á landi að auki.
Árin 1880 og 1901 er fólksfjöldinn hjer um bil hinn sami, sem
prófessor Björn Ólsen fær út að hafi verið hjer 1311 og 1096. Hann
álitur að fleira fólk hafi aldrei verið hjer, en hann hefur fengið út.
Svo sannanlegt sje, hefur landbúnaðurinn framfleytt flestu fólki 1880,
eða 53000 manns. Nokkuð af þeim mönnum stunduðu búnað og fiskiveiðar
jöfnum höndum, sem mun lengst af hafa verið gjört hjer, einnig i
fornöld. Jeg vil ekki segja, að ómögulegt sje að koma fyrir til sveita
og sjávar þeim 19000, sem þá gengu af 1880.
Það ár lifðu 8700 á sjávarútvegi, og rjeru til fiskjar á bátum eins
og fornmenn, en fluttu út sem svarar 3000 smálestiom af harðfiski, en
fornmenn munu hvorki hafa flutt út skreið nje haft flutningaskip undir
svo mikinn farm, 50-60 skipa, sem ekki fluttu annað. Aftur munu
landsmenn hafa haft meiri fisk til matar þá, en nú.
ísland var kaþólskt land. Að likindum hefði 5000 fiskimanna (með
áhangendum) getað fiskifætt landið sjálft. Þá eru eftir óráðstafaðar
14000 manna af fólksfjöldanum 1880, sem verða að hafa lifað af
landbúnaði 1311 eða verið á flækingi. Hafi kornyrkja verið töluvert
viða, þá þurfti hún umönnum frá fleiri höndum, en garðyrkjan þarf enn
sem komið er, og þegar öll ull var unnin heima eins og i fornöld, þá
var meiri vetrarvinna að annast i sveitunum en nú er. Það er þvi ekki
óliklegt, að þessar 14000 manneskjur, sem hjer verða afgangs, hefðu
1) Sjávarbændur voru þá taldir lifa af landbúnaði.
2) Allir sem stunduðu búnað og fiskiveiðar jöfnum höndum voru taldir
til landbúnaðarins.
3) Með sjómönnum eru taldir hjer þurrabúðarmenn og tómthúsmenn.