Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Page 138
122
STOFNUN HLUTAFÉLAGA HJÁ REYKJAVÍKURBORG.
Hinn 30. desember 1992 var formlega gengið frá stofnun þróunar- og eignarhalds
fyrirtækisins Aflvaki Reykjavíkur h.f. Sama dag var Pípugerðinni breytt í hlutafélag
og hinn 31. ágúst 1993 var Strætisvögnum Reykjavíkur breytt í hlutafélag.
Pípugerðin h.f. og Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. eru í eigu borgarsjóðs og Aflvaka
Reykjavíkur h.f.
Rétt þykir að birta hér stofnsamninga og samþykktir fyrirtækjanna þriggja.
STOFNSAMNINGUR AFLVAKA REYKJAVÍKUR
Undirritaðir, Reykjavíkurborg, kt. 530269-7609, Rafmagnsveita Reykjavíkur, kt.
520269-2749, Hitaveita Reykjavíkur, kt. 620169-0999, Vatnsveita Reykjvíkur, kt.
670269-1409 og Reykjavíkurhöfn, kt. 530269-7529, sem hafa ákveðið að stofna
með sér hlutafélag í neðangreindum tilgangi gera með sér svofelldan
STOFNSAMNING.
1. Nafn félagsins skal vera Aflvaki Reykjavíkur hf. Heimili þess og varnaþing er í
Reykjavík.
2. Tilgangur félagsins er:
1. Að reka kynningar- og upplýsingaþjónustu í því skyni að laða að
erlenda og innlenda fjárfesta, sem vilja stofna til atvinnurekstrar í
Reykjavík, og skal í því sambandi leitað eftir víðtæku samstarfi við
fyrirtæki, sjóði, rannsóknarstofnanir, menntastofnanir og samtök í
atvinnulífi og aðra er vinna að svipuðum verkefnum.
2. Að afla upplýsinga og vinna að tillögugerð og stefnumótun um
atvinnumál og stuðning Reykjavíkurborgar til eflingar atvinnulífs og
fyrirtækja á sviði nýsköpunar í Reykjavík. Tillögurnar skulu lagðar fyrir
atvinnumálanefnd og borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt skal félagið
veita ráðgjöf og umsögn um þau verkefni sem ráð og nefndir borgarinnar
óska eftir hverju sinni og tengjast atvinnumálum.
3. Að standa með Reykjavíkurborg að stofnun hlutafélaga vegna breytinga
á rekstrarformi borgarstofnana og borgarfyrirtækja.
3. Hlutafé félagsins skal vera kr. 10.000.000.- tíu milljónir krónur.
Hlutaféð skiptist í eftirtalda hluti: kr. 500.000.-, kr. 100.000,- og kr. 10.000.-.
Stjórn félagsins er heimillt að breyta upphæð hluta, ef þurfa þykir.
Stofnendur greiða hlutaféð sem hér segir: