Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Síða 152
STOFNSAMNINGUR STRÆTISVAGNA REYKJAVÍKUR h.f.
Reykjavíkurborg, kt. 530269-7609, Ráðhúsi Reykjavíkur, Reykjavík, og Aflvaki
Reykjavíkur hf., kt. 440693-2109, Ráðhúsi Reykjavíkur, Reykjavík, sem hafa
ákveðið að stofna hlutafélag í neðangreindum tilgangi, gerir hér með
svofelldan
STOFNSAMNING.
1. Nafn félagsins skal vera Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. Heimili þess og
varnarþing er í Reykjavík.
2. Tilgangur félagsins er, að eiga og reka almenningsvagna, starfræksla sam-
göngukerfis í Reykjavík og tengd starfsemi, svo sem rekstur bifreiða-
verkstæðis, þvottastöðvar, veitingastarfsemi, rekstur fasteigna og lausafjár,
lánastarfsemi og skyldur rekstur.
3. Hlutafé félagsins skal vera kr. 200.000.000.- tvö hundruð milljónir krónur.
Hlutaféð skiptist í eftirtalda hluti:200 x 1.000.000 krónur.
Stjórn félagsins er heimilt að breyta upphæð hluta, ef þurfa þykir.
Hlutafé skiptist þannig:
Reykjavíkurborg kr. 198.000.000. Aflvaki Reykjavíkur kr. 2.000.000.
Hluthafar greiða hlut sinn þannig: Reykjavíkurborg með því að leggja fram
hluta eigna Strætisvagna Reykjavíkur að frádregnum skuldum eins og nánar
verður skýrt í upphafsefnahagsreikningi félagsins. Aflvaki Reykjavíkur h.f.
greiðir sinn hlut með reiðufé.
4. Félagið greiðir sjálft kostnað við stofnun þess. Engin þóknun greiðist
stofnendum sjálfum.
5. Stofnendur áskilja sér engin sérréttindi hjá félaginu og engin sérréttindi fylgja
nokkrum hlut í því.
6. Hluthöfum er ekki skylt að sæta innlausn á hlutum sínum.
7. Engar hömlur skulu vera á meðferð hlutabréfa félagsins, hvorki að því er
varðar framsal þeirra eða veðsetningu. Hluthafar eiga þó forkaupsrétt að
hlutafjáraukningu í hlutfalli við hlutafjáreign sína.
8. Hlutabréf félagsins skulu skáð á nafn og skal eitt atkvæði fylgja hverjum
milljón króna hlut í félaginu.
9.
Stofnfund skal halda í septembermánuði 1993. Hlutafélagið skal taka til starfa
1. desember 1993.
Reykjavík, 31. ágúst 1993.
F.h. Reykjavíkurborgar,
Markús Örn Antonsson
Hjörleifur B. Kvaran
F.h. Aflvaka Reykjavíkur h.f.,
Markús Örn Antonsson