Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Page 198
182
Húsatrvggingar Revkjavíkurborgar. Skylt er að hafa öll þau hús í
lögsagnarumdæminu brunatryggð hjá þeim aðila, sem tryggingarnar annast,
samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, og með vátryggingarverði er dómkvaddir
menn meta.
Gatnagerðargjöld. Samkvæmt gjaldskrá um þátttöku lóðarleigjenda í kostnaði
við gatnagerð krefur borgarstjórn leigutaka um gjald til þátttöku í kostnaði við
byrjunarframkvæmdir gatnagerðar, þegar hún selur á leigu byggingarlóðir.
Gjaldið skal greiða eftir nánari fyrirmælum borgarstjóra, strax og borgarráð
hefur gefið fyrirheit um lóðina. Leigutakar fá ekki leyfi til að hefja
byggingarframkvæmdir, fyrr en þeira hafa greitt eða gert fullnægjandi samning
um greiðslu gjaldsins.
Sundstaðir Revkjavíkurborgar. Gjaldskráin var um langt skeið miðuð við
það, að tekjur samkvæmt henni stæðu undir 60% reksturskostnaðar, en frá
1984 hefur verið reiknað með því, að tekjur sundstaðanna standi undir 80%
rekstrarkostnaðar, að frádregnum kostnaði af endurbótum umfram venjulegt
viðhald.
Húsaleiga sú, sem greidd er fyrir íbúðarhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar,
hefur ávallt verið vel innan þeirra marka, sem leyfileg eru, en hún er ákveðin af
borgarráði (borgarstjórn) að fengnum tillögum félagsmálaráðs.
Heimilish jálp og heimilisþjónusta. Gjaldskráin er sett með heimild í 29. gr. V.
kafla laga nr. 82/1989 um málefni aldraðra. Samkvæmt gjaldskránni skal greitt
tiltekið gjald fyrir hverja vinnustund. Félagsmálaráði er heimilt að gefa eftir
hluta af greiðslu fyrir veitta heimilishjálp, eða fella greiðslu alveg niður, þegar
slæmur efnahagur eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
Barnaheimili Revkjavíkurborgar. Stjórn Dagvista barna sér um daglegan
rekstur dagvista og gerir tillögur um gjaldskrá, sem er lögð fyrir borgarráð.