Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 25
Ástæðan til þessa er sú, að berklasjúklingarnir eru vist-
aðir í sjúkrahúsin að nokkru leyti eftir því, hvernig sjúk-
dómi þeirra er háttað. Berklavarnastöðvarnar, sem hafa
rannsakað sjúklingana, vita bezt um ástand þeirra, þegar
þeim er vísað til sjúkrahússdvalar. Starfandi læknar og
héraðslæknar vísa því sjúklingum sínum að jafnaði til
næstu berklavarnastöðvar, ef útlit er fyrir að vista }>urfi
sjúklinginn í hæli. Hefir á þennan hátt verið komizt hjá
óþarfa flutningi sjúklinga, bæði milli sjúkrahúsa og hæla
og gagnkvæmt, og sparast við það mikið sjúkrarúm. Hér
á landi hefir fyrirkomulag þetta verið tekið upp og gilt um
nokkur ár. Hefir það einnig gefizt mjög vel hér, enda
þótt eigi sé um mörg berklasjúkrahús eða heilsuhæli að
velja.
Það er mjög mikilsvert, að sjúklingar, sem
örugg afkoma ef til vill hafa dvaiið árum saman í heilsu-
brautskráðra hælum, hafi að einhverju að hverfa, er
berklasjúklinga. þeir loks losna þaðan. Því miður hefir
þessa víða eigi verið gætt sem skyldi,
jafnvel ekki þar, sem berklavarnir þó eru reknar. Afleið-
ingarnar hafa fljótt komið í ljós. Margir sjúklinganna
hafa eftir mánaða eða jafnvel ára kyrrsetu og góða að-
búð orðið að hverfa að miður góðum kjörum og tekið að
fást við erfiðisvinnu. Árangur sá, sem unnizt hafði við
hælisvistina, hefir á þennan hátt ef til vill orðið að engu
á skömmum tíma, og hinir brautskráðu sjúklingar hafa
fyrr en varði orðið að hverfa aftur til hælisins. Sjúkdóm-
urinn hefir blossað upp að nýju.
Sem betur fer eiga margir þessara sjúklinga sæmileg
heimili eða vandamenn, er þeir leita til að lokinni hælis-
vist. Enn öðrum tekst að verða sér úti um vinnu, sení
er við þeirra hæfi. Hinum, sem standa uppi alls lausir,
verður vart hjálpað nema með tvennu móti: annað hvort
lo7
Heilbrigt lif