Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 74
að koma upp sjúkraskýli með fárra stunda fyrirvara eða
flytja það úr stað, án þess að tími væri ti! stefnu. Og þar,
sem ekki var háður skotgrafahernaður, var þetta segin
saga, enda svo ráð fyrir gert, að geta flutt allt á vögnunum
úr einum stað í annan.
Þessi farandskýli voru jafnsjálfsögð eins og aðgerðar-
stöðvarnar, sem voru á næstu grösum við víglínuna. Þegar
herinn sótti fram án afláts, voru særðir hermenn skildir
eftir á reglulegum hermannaspítöium og látnir vera þar,
ef búast mátti við bata innan fárra vikna. En þeir, sem
þyngstu áverkana fengu, voru fluttir heim á leið í sér-
stökum sjúkralestum.
Þetta fyrirkomulag var þrauthugsað, og má heita, að
það hafi gefizt vel, því að um 90% hinna særðu urðu
aftur vígfærir, ef þeir komust undir læknishönd í tæka tíð.
Árangurinn fór batnandi eftir því, sem leið á ófriðarárin.
En, því miður var fjarri því, að allir særðir næðu til lækn-
ishjálpar, og átti það sér einkum stað í skotgrafarhernaði.
Skothríðarbeltið var í heimsstyrjöldinni miklu breiðara og
dýpra en áður hafði þekkzt, og nam jafnan 5—7 km. eða
meir. Það gefur að skilja. að mikil ahætta var samfara
björgun, bráðabirgða-aðhlynningu og sjúkraflutningi um
nokkuð langa leið, því að aðgerðarstöðvar og sjúkraskýli
voru 10—20 km. frá fremstu víglínu. Að degi til mátti
þetta heita óvinnandi verk, af hernaðarlegum ástæðum.
Auðn vígvallarins, milli andstæðinganna, — no man’s
lund — einkennir nútímahernað og er alkunn af frásögnum
og kvikmyndum. Fremsta víglínan er nú á tímum ærið frá-
brugðin því, sem áður var, þegar nerforinginn sat á hest-
baki í broddi fylkingar með glæstu fylgdarliði sínu, en
riddaraliðið geystist fram til sóknar, og fótgönguliðið var
búið litldæðum og blikandi hjálmum. Fylkingar sigu saman
og var látið sverfa til stáls.
Nú er öllu þessu snúið öfugt, því að svo má heita, að
186
Heilbrigt lif