Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 139
þátttaka væri ekki svo góö sem skyldi, sérstaklega af sjómanna
hálfu, á síðara námskeiðinu, mátti árangurinn heita góður.
i’á gekkst stjórn deildarinnar fyrir námskeiSi í hjiikrun
sjúkra, er fór fram 4,- 12. nóv. Naut stjórnin þar ágætrar að-
stoðar R. K. í., er sendi Laufeyju Haiidórsdóttur hjúkrunarkonu
til að hafa kennslu á hendi. Var það einróma álit þeirra, er
námskeiðið sóttu, að kennslan hefði verið með ágætum og ár-
angur góður.
Jnnan deiidarinnar iiefir jafnan verið inikiil áhugi á því, að
komið verði hér á fullkomnu finnsku gufubaði fyrir almenning.
Stjórnin gekkst fyrir því, að mál þetta var tekið til umræðu
á aðalfundi. Á fundinum mætti máli'ð góðum undirtektuin, og
fól fundurinn stjórninni að skipa nefnd, er tæki tii athugunar
möguleika á framkvæmd þessa máls.
A fundi stjórnarinnar 17. marz voru þessir skipaðír í nefnd-
ina: Dr. med. Árni Árnason, formaður, Sturlaugur Haraldsson,
útgerðarmaður, Andrés Níeisson, kaupm., Háifdán Sveinsson,
kennari, og óðinn Geirdal, kaupm. Hefir nefnd þessi síðan starf-
að að málinu og kvnnt sér það eftdr beztu föngum, m. a. iiaft
samstarf við sundlaugarnefnd, er hefir með höndum hyggingu
sundlaugar fyrir bæinn, með það fvrir augum að byggja gufu-
baðstofu í sambandi við væntanlega sundhöll. Nefndin snéri
séi' þegar til bæjarstjórnarinnar og fór fram á styrkveitingu til
baðstofunnar. Ræjarstjórnin tók málinu vel og veitti þegar kr.
5000,00 styrk til gulubaðstofubyggingar. Stjórn R. K. d. Ak.
grennslaðist eftir hjá formanni R. K. [., hvort vænta mælti nokk-
urs styrks þaðan, en fékk það svar, að svo væri ekki, þar sem
ekkert fé væri fyrir hendi til þess. En hins vegar upplýstist jiað,
að iþróttafélagi Islands væri veittur styrkur á núgildandi fjár-
lögum til baðhúsa, og væri ætlazt til, að gufubaðstofur nytu þar
af. Enn er engin fullnaðarteikning komin af væntanlegri sund-
laug bæjarins, svo séð verði, hvernig baðstofunni verði hagan-
legast fyrir komið í sambandi við hana og enn ýmislegt órann-
sakað í sambandi við byggingu og rekstur baðstofunnar. St.jórn-
in liefur því, að svo komnu máli, eigi séð sér fært að taka neina
endanlega ákvörðun í málinu, en samþykkti að taka baðstofu-
málið til frekari uinræðu á næsta aðalfundi.
Síðai'i hlutu ágústmánaðar bárust deildinni 12 rúm ásamt
dýnum, koddum og teppum. Var þeim úthlutað af rúmum þeiin,
sem Ameríski Rauði Krossinn liafði gefið R.K.f. Sá Ijóður var
þó á, að jieini fylgdi livorki lök né koddaver. Stjórnin annaðisl
því um, að saumuð væru sængurver, Iök og koddaver í 4 rúm
til bráðabirgða. Munir þessir voru fyrst í stað geymdir í skól-
anum, en síðan fluttir að Kirkjuhvoli til öruggrar geymslu jiar,
Heilbrigt líf
251