Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I Fyrir tveimur árum kannaði Fjarðabyggð íþróttaástundun barna í sveitarfélaginu. Niðurstaðan sýndi afar misjafna iðkun en þó með augljósum hætti að hlutfallslega fá börn stunda íþróttir í skipulögðu starfi á Eski- firði, miðað við börn í öðrum bæjarfélögum innan sveitarfélagsins. Á Norðfirði var þátt- taka barna í íþróttum afar góð eða 90% barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Á móti þessu stundaði svo annað hvert barn íþróttir á Eskifirði. „Við vorum gáttuð því að við komum svo illa út úr þessari könnun. En það leiddi til þess að við leituðum til þeirra hjá Eskju og spurðum þau hvort að þau væru til í að hjálpa okkur við að fjölga börnum sem stunda íþróttir og styðja betur við íþróttastarfið,“ segir Kristinn Þór Jónasson, formaður Ungmennafélagsins Austra. Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur samþykkt að styrkja Ungmennafélagið Austra um fimm milljónir króna á ári næstu þrjú árin eða um 15 milljónir króna í heildina. Þetta er frábær stuðningur sem Eskfirðingar ætla að nýta til að stórbæta íþróttalífið í bænum og fjölga iðkendum. Fyrirtækið styrkir starf í heimabyggð Kristinn segir forsvarsmenn Eskju hafa tekið afar vel í tillögur íþróttafélagsins og hafi í kjöl- farið verið lagst yfir hvað þyrfti að gera. Fjár- framlag Eskju muni verða nýtt til hins ýtrasta næstu þrjú árin. Eskja hefur styrkt ýmsar deildir Austra í gegnum tíðina. Nú er fjármagnið ekki eyrnamerkt ákveðnu starfi heldur er því ætlað að efla íþróttastarfið í bænum, standa undir ýmsum kostnaði og greiða þjálfara yngri flokka laun til að halda samfellu í íþróttastarf- inu, s.s. á sumrin. „Kannanirnar sýndu, svo að um munaði, hversu lágt hlutfall barna á Eskifirði stundar íþróttir og við þurftum að gera mikið til að bæta úr því. Stór hluti styrksins fer í að auka áhuga barna á hreyfingu auk þess sem við mun- um bæta íþróttalífið í bænum og auka fjöl- breytnina,“ segir Kristinn. „Til að laga það Styrkur á Eskifirði til fyrirmyndar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.