Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 23
 S K I N FA X I 23 Ingvar hjá ÍBR: Við höfum áhyggjur af brottfalli úr íþróttum „Við hjá ÍBR höfum verulegar áhyggjur af ástandinu. Staðan hefur verið mjög erfið hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu og veturinn verður mjög erfiður. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum saman,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabanda- lags Reykjavíkur (ÍBR). Ingvar var á meðal gesta á sambandsráðs- fundi UMFÍ. Þar var kynnt Minnisblað UMFÍ um áhrif kórónuveirufaraldursins á íþrótta- starf, staða greind og teknar saman tillögur að aðgerðum til framtíðar. Tilgangurinn með minnisblaðinu var að taka saman stutt yfirlit um áhrifin og umræðuna innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Áhyggjur og áskoranir stjórnenda og starfsmanna félaganna eru miklar og fjölbreyttar um allt land. Á Minnisblaðinu má sjá að iðkendum í hópi barna og ungmenna hefur fækkað á árinu mið- að við síðastliðin tvö ár. Ingvar hefur áhyggjur af stöðunni ef grip- ið verður áfram til harkalegri aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-smita. Hann tekur líka undir að merkja megi vís- bendingar um aukið brottfall úr skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. „Við sjáum að brottfall er að aukast, sérstak- lega í einstaklingsgreinum, greinum sem eru dýrari en aðrar, þar á meðal í fimleikum, dansi og bardagaíþróttum. Við heyrum frá sumum deildum íþróttafélaga í Reykjavík dæmi um fólk sem hefur skráð börn sín í tiltekna grein í haust en viðkomandi hafi síðan ekki fengið þá þjónustu sem hann vænti. Fram að þessu hafa ekki margir krafist endurgreiðslu æfinga- gjalda. Hætt er við, ef æfingar verða ekki í boði mikið lengur, að líkur á því aukist. Ég hef í stuttu máli áhyggjur af því að brott- fall úr skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi muni aukast verulega við áframhaldandi tak- markanir á starfinu. Íþróttahreyfingin hefur í mörgum tilfellum staðið sig mjög vel í að tala við fólk, koma á æfingum og fleira í þeim dúr. En við þurfum að velta því alvarlega fyrir okk- ur hvernig framhaldið verður. Íþróttahreyfingin og skipulagða starfið innan hennar er alveg jafnmikilvægt og skólinn og því þarf að tvinna þetta saman,“ segir Ingvar. Ingvar leggur til að skólayfirvöld eða ein- stakir skólar geri samninga við íþróttafélögin í hverfi sínu eða nærsamfélagi og þjálfi börnin í meira mæli á skólatíma. Ekki aðeins til að halda þeim á hreyfingu heldur líka til að halda að þeim gildi skipulagðs íþrótta- og æskulýðs- starfs. „Ég veit ekki hvaða hlutfall er rétt. En það þarf að tryggja að börn festist ekki í hreyfing- arleysi. Það getur orðið mjög hættulegt ef við verðum lengi í þessu ástandi. Við verðum að tryggja að börnin verði áfram í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi þegar ástandinu lýkur.“ Vísbendingar eru um að dregið hafi úr skráningum iðkenda í skipulögðu íþrótta- og tóm- stundastarfi. Formaður ÍBR mælir með því að þjálfarar íþróttafélaga þjálfi börn á skólatíma. Fjöldi iðkenda eftir ári Íþrótta- og æskulýðsstarf í skráningarkerfinu Nóra Yfirlit um allt íþróttastarf úr skráningarkerfinu Nóra. Greiningin var gerð 20. október 2020. Athygli er vakin á því að ekki eru öll íþrótta- og ungmennafélög á landinu sem nýta kerfið fyrir skráningar sínar. Þó nýta langflest félög kerfið og því ætti það að geta gefið vísbendingar um þá þróun sem er hafin. Innan hvers aldursflokks er hver kennitala talin einu sinni. Á undanförnum árum hefur skrán- ingum á haustönn yfirleitt verið lokið á þessum tíma.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.