Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
gagnvart því að því er snertir
útgáfu vegabréfa, — er alveg
sama hvort ég er á einni eða
annarri skoðun. Þessi stjórnar-
deiid krefst aðeins ótvíræðra
sannana, en ekki persónulegra
skoðana einhvers ræðismanns
erlendis. Ef þér komið með sann-
anir, er það skylda mín að láta
yður í té vegabréf. Hvemig get-
ið þér sannað, að þér séuð Ame-
ríkani?“
,,Þér heyrið það, herra.“
,,Á máh yðar? Það er engin
sönnun.“
„Auðvitað er það sönnun —
bezta sönnunin."
„Hér í Frakklandi eru þús-
undir Rússa, sem tala betri
frönsku en Frakkar yfirleitt.
Verða þessir Rússar að Frökk-
um fyrir það? Á hinn bóginn
eru þúsundir manna í New Or-
leans, sem tala einungis frönsku,
en mjög lítið eða alls ekki ensku.
Samt eru þeir engu síður Ame-
ríkanar en ég. í Texas og Suður-
Kaliforníu er fjöldi manna, sem
talar mexíkönsku eða spönsku,
en þeir eru Ameríkanar þó að
tungumálið sé útlent. Hvaða
sönnun er þá málið, sem þér
talið?"
„Ég er fæddur í Bandaríkj-
unum.“
„Sannið það, og ég skal láta
yður fá vegabréf innan tveggja
daga. En jafnvel þó að þér séuð
fæddur í Bandaríkjunum, hef ég
rétt til að draga ríkisfang yðar
í efa, því að faðir yðar kann
að hafa fengið ríkisborgararétt
fyrir yður í öðru landi, áður en
þér voruð myndugur. Ég færi
auðvitað ekki út í þá sálma.
Sannið bara, að þér séuð fædd-
ur í Bandaríkjunum. Eða bendið
mér á einhverja, sem geta vott-
að að þér séuð fæddur þar.“
„Hvernig get ég sannað það,
úr því að fæðing mín er ekki
skráð?“
„Það er ekki mín sök.“
„Það lítur út fyrir að þér ef-
izt jafnvel um að ég hafi nokk-
urntíma fæðzt.“
„Alveg rétt. Það getur verið
að þér álítið það heimskulegt.
Ég efast um fæðingu yðar, með-
an ég hef ekkert fæðingarvott-
orð í höndunum. Þó að þér sitj-
ið hérna fyrir framan mig, er
það engin sönnun fyrir fæðingu
yðar. Það er engin skjalleg sönn-
un. Lögin eða Atvinnumálaráðu-
neytið geta tekið mig trúanleg-
an eða véfengt mig, að ég hafi
séð yður, og þar sem ég hafi
séð yður, hljótiþéraðhafafæðzt.
Ég veit að þetta er heimsku-
legt. En ég setti ekki lögin.
Hafið þér gert yður það ljóst,
að ég ætti á hættu að vera rek-
inn úr opinberri þjónustu, ef ég
léti yður fá vegabréf án þess að
hafa aðra sönnun en framburð
yðar og það, að þér hafið kom-
ið hingað ? Hreinskilnislega sagt
þá veit ég ekki hvað ég á að
gera í máli yðar.“
Hann þrýsti á hnapp. Skrif-
arinn kom inn. Ræðismaðurmn
skrifar nafn mitt á miða, spyr-
mig hvernig eigi að skrifa það..