Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 101
A VALDI SKILRlKJANNA
99
fingurinn. Ég kvartaði, en var
sagt að hafa mig hægan; þeir
hefðu enga betri fingurbjörg
handa mér. Ég varð að skrifa
nafn mit í bækur mörgum sinn-
um. I hvert skipti sem ég skrif-
aði nafn mitt, var ég spurður
hvart ég væri með nálina, hvort
hún væri enn nothæf, eða hvort
ég héldi að oddurinn væri ekki
nógu hvass. Síðdegis: Mér var
leiðbeint hvernig ég ætti aðsetja
upp lítinn bekk á miðju klefa-
gólfinu, þannig að hann sæist
úr gæjugatinu á hurðinni. Á
þennan bekk átti ég að leggja
skærin, nálina, tvinnann og fing-
urbjörgina. Það var engin gam-
aldags aðferð höfð við niður-
röðun hiutanna. Það varð að
raða þeim með sérstökum hætti,
og ég var allan daginn að læra
það, því að í hvert skipti sem
ég hélt að ég hefði gert það rétt,
sagði fangavörðurinn mér, að
það væri rangt og ég varð að
gera allt saman á nýjan leik,
unz hann var orðinn ánægður.
En hann bætti við, að enn skorti
nokkuð á fulla nákvæmni. Utan
á klefadyrnar var fest pappa-
spjald með áletrun þess efnis,
að fanginn í klefanum hefði
fengið skæri, nál, tvinna og fing-
urbjörg. Þegar þessi tilkynning
hafði verið fest á dyrnar, var
fjórði dagurinn að kvöldi kom-
inn.
Fimmti dagur: Sunnudagur.
Það er eitthvað talað um góða
hegðun, og að Drottinn muni sjá
fyrir öllu öðru.
Sjötti dagur: Um morguninn
er farið með mig inn í sauma-
stofima þar sem ég á að vinna.
Síðdegis: Mér er vísað á sæti
þar sem ég á að sitja. Sjötti
dagur liðinn.
Sjöundi dagur: Um morgun-
inn er ég kynntur öðrum fanga.
Það er prófessorinn, sem á að
kenna mér að sauma svuntu-
strengina. Síðdegis: Prófessor-
inn sýnir mér hvernig ég eigi að
beita nálinni, og hvernig ég eigi
að þræða hana án þess að bíta
of mikið af tvinnanum. Sjöundi
dagur liðinn.
Áttundi dagur: Fanginn, sem
á að annast menntun mína, sýn-
ir mér hvernig hann saumar
sjálfur svuntustrengi. Síðdegis:
Ég er baðaður og veginn. Ég
er spurðu, hvort ég hafi nokkuð
út á matinn eða aðbúðina að
setja. Ég segist vera vanur betri
mat og betra kaffi. Enginn anz-
ar umkvörtunum mínum; þeir
segja aðeins að þetta sé í lagi,
þeir geti ekki ræktað sérstaka
kaffitegund handa mér. Áttundi
dagurinn er liðinn.
Níundidagur: Ummorguninn
er farið með mig á fund yfir-
fangavarðarins. Hann spyr mig
að heiti, og vill fá að vita hvort
ég sé sami maður og sá, sem
ber nafn mitt. Ég svaraði: ,,Já,
herra.“ Því næst spyr hann mig
hvort ég hafi yfir nokkru að
kvarta. Ég segist ekki vera full-
komlega ánægður með matinn
og kaffið. Hann segir: „Frönsk
lög eru beztu lög heimsins, og