Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 109
Á VALDI SKILRlKJANNA
107
sem hefur þekkt yður lengi —
segjum fimmtán ár eða svo.“
„Hvernig ætti ég að muna
þau, herra? Þetta er allt óbrot-
ið alþýðufólk. Verkafólk. Fólk,
sem flytur sig til eftir því sem
vinna býðst. Ég veit ekki hvað
það heitir réttu nafni, aðeins
hvað það var kallað.“
„Hafið þér heimilisfang ?“
„Nei, herra. Ég hafði ekki efni
á að leigja mér herbergi. Skipin
«ru heimili mitt, eins og flestra
sjómanna. Ef ég verð að vera
í landi um tíma, bý ég á sjó-
mannaheimilum eða ódýrum
gistihúsum nálægt höfninni.“
„Er móðir yðar enn á lífi?“
„Það held ég. En ég er ekki
viss um það.“
„Þér eruð ekki viss um það?“
„Hvemig get ég verið viss um
það, herra? Meðan ég var til
sjós, flutti hún oft. Kannski er
hún gift einhverjum, sem ég
þekki ekki. Sjáið þér til, herra,
hjá okkur verkafólkinu — og
sjómönnunum, getur ekki allt
verð jafn fínt og fágað og hjá
þeim ríku, sem eiga falleg hús
og peninga í bankanum, og hafa
síma og heilan hóp af þjónustu-
fólki. Fyrst verðum við að fá
okkur vinnu, svo getum við
kannski farið að hugsa um ann-
að. Að hafa vinnu þýðir að fá
að borða. Ef við höfum ekki
vinnu, erum við eins og bóndi
sem á enga jörð.“
„Hafið þér nokkurn tíma kos-
ið?“
„Nei, herra. Ég hef aldrei
mátt vera að því að skipta mér
af stjórnmálum."
„Eruð þér þá friðarsinni?“
„Ha?“
„ Ja, ég á við að þér séuð kom-
múnisti. Þér viljið ekki berjast
fyrir föðurlandið.“
„Það hef ég aldrei sagt, herra.
Ég held að sjómaður, sem strit-
ar eins og ég, sé alltaf að berj-
ast fyrir land sitt. Land okkar
væri ekki voldugt, ef það ætti
enga sjómenn og enga verka-
menn.“
„Sögðust þér ekki hafa verið
skráður í New Orleans?"
„Jú.“
„Þá eruð þér auðvitað með-
limur í -— hvað heitir það nú
aftur? Já, í Alþjóðasambandi
iðnverkamanna. Syndikalismi og
þessháttar.“
„Nei, herra. Ég hef aldrei
heyrt það nafn.“
„En þér sögðust hafa verið
skráður í New Orleans.“
„Já.“
„Aldrei í Los Angeles?"
„Nei, herra.“
Hann horfði lengi á mig. Hann
man ekki eftir fleiri spurning-
um. Síðan segir hann: „Ég get
ekki látið yður fá vegabréf. Mér
þykir það leitt.“
„Hversvegna ekki?“
„Hvar eru sannanir yðar? Það
er engin sönnun, þó að þér seg-
ist vera amerískur borgari. Per-
sónulega er ég þeirrar skoðun-
ar, að þér séuð Ameríkani. En
atvinnumálaráðuneytinu í Wash-
ington, — og ég er ábyrgur