Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 11
HINAR LITPRÚÐU MEYJAR TAHITI
9
allt frá Diderot til síðustu kvik-
myndanna frá Suðurhafseyjum ?
Mér er nær að halda, að Henri
Riviére, sem kom til Tahitil870,
hafi hitt naglann á höfuðið þeg-
ar hann skrifaði: „Skáldin hafa
lofsungið Tahitistúlkuna — sem
þeir hafa aldrei séð. Sæfarend-
urnir krýndu hana lárviði eftir
langa sjóferð — sem er fyrir-
gefanlegt.“'
Hin hefðbundna skoðun á ó-
mótstæðilegri fegurð Suðurhafs-
stúlkunnar byggist á þeim ó-
traustasta vitnisburði sem hugs-
azt getur: vitnisburði karl-
manna, sem voru langsoltnir,
andlega og líkamlega, manna,
sem ekki höfðu séð konu í hálft
eða heilt ár, og þá síðast kannski
hinar tröllslegu ófreskjur í Pata-
góníu eða á Tasmaníu.
Áhrifin af fyrstu kynnum sæ-
farans af strápilsi voru oft bros-
leg í barnalegri rómantík sinni.
Hlustið bara á mjúklátt kurrið
í hinum hélugráa sægarp Benja-
min Morrell — Villta Ben eins
og hann var kallaður — þegar
hann minnist þess sem kom fyr-
ir hann á Karólínaeyjunum:
, ,Konan hans gaf mér litla f esti úr
villtum blómum sem hún hafði
verið að flétta; og eins og hér
hefði verið um fyrirfram ákveð-
ið merki að ræða, komu tvær
yndislegar stúlkur, naktar eins
og þegar þær komu úr móður-
kviði, hlaupandi út úr skógar-
þykkninu, hvor með sitt tákn
um blíðu, sem þær buðu mér
með töfrandi látbragði. . . Þess-
ar stúlkur voru sextán eða seytj-
án ára, með augu eins og í gas-
ellu, tennur eins og fílabein og
þá fíngerðustu andlitsdrætti sem
ég hef nokkurn tíma séð. Þær
voru um fimm fet á hæð, með
smáar hendur og litla fætur;
höfuðið var lítið, hárið svart
og sítt, og augun! — þau tindr-
uðu eins og tinnuperlur í fljót-
andi emaille! Þær höfðu litlar,
bústnar kinnar, smágerða höku
og mátulega þykkar varir fyrir
mjúkan koss. Hálsinn var grann-
ur, ég held ég hefði getað spann-
að nakið mitti þeirra með báð-
um höndum. Þær voru fagur-
limaðar, barmurinn hvelfdur og
brjóstin stinn. ímyndunaraflið
verður að ljúka þessari töfrandi
mynd: ég ætla aðeins að bæta
við skugganum — hörund þeirra
bar ljósan koparlit."
Kynni Ben Morrells af fyrstu
konunum, sem hann hitti eftir
margra mánaða sjóvolk, varð að
sjómannssögu, sem borizt hefur
frá lúkarnum til bókmenntanna
og þaðan í kvikmyndaverin. Það
sem Morrell sá koma út úr skóg-
arþykkninu á paradísareyju
sinni var ekki Suðurhafsstúlkan
eins og hún er í raun og veru,
heldur andleg formóðir Doro-
thy Lamour og Ester Williams,
glansmyndamær kóralhafsins,
sú konumynd sem hvað lengst
hefur haldið velli í hugmynda-
heimi hins hvíta manns.
Það er sérkenni á endurmmn-
ingu Morrells, að hann sér stúlk-
urnar naktar, og einmitt þannig