Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL,
þetta mjög leitt. Verið þér sælir
og gangi yður vel!“
Þegar á allt er litið er mikill
munur á amerískum og evrópsk-
um embættismönnum. Skrifstof-
unum var lokað klukkan fjög-
ur, jafnvel klukkan þrjú. Þegar
ég kom út á götuna, sá ég að
klukkan var orði'n fimm. En
meðan ég var að tala við ræðis-
manninn, varð ég ekki var við
neina óþolinmæði hjá honum eða
merki þess að hann þyrfti að
flýta sér heim eða út á golf-
völlinn. Það eru ekki allir ame-
rískir embættismenn þannig, en
þeir eru þó til. En í Evrópu hef
ég aldrei hitt fyrir embættis-
mann, sem ekki vísaði mér á dyr
fimmtán mínútum fyrir lokun-
artíma, án tillits til þess hvort
erindi mitt var áríðandi eða ekki.
Nú var ég búinn að missa af
skipinu mínu fyrir alvöru.
Vertu sæl, sólbjarta New Orle-
ans!
Jæja, elskan, ég held að þú
ættir að fara að halla þér að
einhverjum öðrum. Þú skalt ekki
bíða mín lengur á Jacksontorgi.
Pilturinn þinn kemur ekki heim
framar. Sjórinn hefur gleypt
hann. Ég gat barist við bylgjur
og storma, bæði með hnefunum
og málningarpenslinum. En ég
hef orðið undir í baráttunni við
vottorðin og pappírana. Kræktu
þér í annan strák, elskan mín,
áður en það er orðið of seint,
áður en öll blómin þín eru söln-
uð í haustvindunum. Eyddu ekki
rósum æsku þinnar í bið eftir
pilti, sem á ekki lengur neitt
föðurland, hefur jafnvel aldrei
fæðst.
Skítt með stelpuna! Ship
ahoy! Upp með seglin! Það er
kominn blásandi byr!
Ö. B. þýddi.
□---□
Mér finnst það brjóstumkennanlegur maður, sem hefur ekki
á heimili sínu stað, þar sem hann getur haft ofan af fyrir sjálf-
um sér, þangað sem hann getur boðið sjálfum sér sem gesti.
—Montaigne.
URVAL
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
greiðsla Tjarnargötu 4, pósthólf 365, Reykjavik.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: Orval, póst-
Iriólf 365, Reykjavik.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.